Langar þig í námsferð?
Tækniskólinn er virkur þátttakandi í Erasmus+ verkefni Evrópusambandsins sem styrkir menntun, þjálfun, æskulýðsstarf og íþróttir í Evrópu.
Á hverju ári sækir Tækniskólinn um Erasmus+ styrki til að gera nemendum og starfsmönnum kleift að fara til annarra landa í starfsþjálfun tengda þeirra námi. Nemendur geta einnig fengið styrk til að taka þátt í verkefnum og keppnum. Nemandi þarf að vera orðinn 18 ára og getur verið úti frá tveimur vikum til tólf mánaða eftir tilhögun og samkomulagi.
Ávinningur af erlendum samskiptum af þessu tagi er mikill, nemendum gefst kostur á að öðlast skilning á sínu fagi í alþjóðlegu samhengi auk reynslu af því að búa og starfa á erlendri grund.
Hér má sjá nokkur verkefni og ferðir sem nemar hafa farið í á vegum Erasmus+
Allar nánari upplýsingar alþjóðlegt samstarf veita Ingibjörg Rögnvaldsdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og alþjóðadeildar og Ásgerður Sveinsdóttir, verkefnastjóri.
Umsóknarfrestur er til er 23. febrúar 2022.