fbpx
Menu

Fréttir

27. janúar 2022

Langar þig í námsferð?

Tækni­skólinn er virkur þátt­tak­andi í Era­smus+ verk­efni Evr­ópu­sam­bandsins sem styrkir menntun, þjálfun, æskulýðsstarf og íþróttir í Evrópu.

Á hverju ári sækir Tækni­skólinn um Era­smus+ styrki  til að gera nem­endum og starfs­mönnum kleift að fara til annarra landa í starfsþjálfun tengda þeirra námi. Nemendur geta einnig fengið styrk til að taka þátt í verkefnum og keppnum. Nem­andi þarf að vera orðinn 18 ára og getur verið úti frá tveimur vikum til tólf mánaða eftir til­högun og sam­komu­lagi.

Ávinn­ingur af erlendum sam­skiptum af þessu tagi er mikill, nem­endum gefst kostur á að öðlast skilning á sínu fagi í alþjóðlegu sam­hengi auk reynslu af því að búa og starfa á erlendri grund.

Hér má sjá nokkur verkefni og ferðir sem nemar hafa farið í á vegum Erasmus+

Allar nánari upplýsingar alþjóðlegt samstarf veita Ingibjörg Rögnvaldsdóttir, deild­ar­stjóri upp­lýs­inga- og alþjóðadeildar og Ásgerður Sveinsdóttir, verkefnastjóri.

Umsóknarfrestur er til er 23. febrúar 2022.