fbpx
Menu

Fréttir

27. mars 2022

Opið hús í Tækniskólanum

Opið hús verður í Tækniskólanum fimmtudaginn 31. mars frá kl. 15:00 til 18:00.

Nemendur og starfsfólks taka vel á móti gestum og gangandi sem geta kynnt sér námsframboð, félagslíf og aðstöðu í Tækniskólanum.

Boðið verður upp á skoðunarferðir um skólann, reglu­legar kynn­ingar verða á sal og víðs vegar má sjá nem­endur að störfum. Það verður t.d. hægt að prófa nýjan hermi í jarðvirkjun, sjá róbóta, flétta hár, sauma á iðnvélar og kíkja á æfingu hjá leik­fé­lagi nemendasambandsins.

 

Hvert vilt þú mæta?

Kennsla í Tækni­skól­anum fer fram á nokkrum stöðum og verður opið hús í eftirfarandi byggingum:

Skólavörðuholt
Þar eru m.a. náms­braut­irnar húsasmíði, hús­gagnasmíði, raf­virkjun, raf­einda­virkjun, gull- og silf­ursmíði, mál­araiðn, veggfóðrun- og dúka­lögn, tækni­teiknun, hársnyrtiiðn, kjólasaumur, klæðskurður, íslensku­braut fyrir útlend­inga, starfs­braut, nátt­úrufræðibrautir, K2 og hönn­unar- og nýsköp­un­ar­braut.

Háteigsvegur
Þar eru m.a. náms­braut­irnar vél­stjórn, skip­stjórn, ljós­myndun, grafísk miðlun, prentiðn, bók­band, tölvu­braut og stafræn hönnun.

Flatahraun í Hafnarfirði
Þar eru m.a. náms­braut­irnar: húsasmíði, raf­virkjun, raf­einda­virkjun, pípu­lagnir, jarðvirkjun, vél­virkjun, stálsmíði, renn­ismíði, starfs­braut, vefþróun og fyrsta ár tölvubrautar.

 

Við hvetjum áhugasama eindregið til að mæta á opið hús og kynnast því sem Tækniskólinn hefur upp á að bjóða. Hlökkum til að sjá ykkur!