fbpx
Menu

Fréttir

20. ágúst 2018

Sálfræðingur kominn til starfa

Sálfræðingur kominn til starfa

Sálfræðiþjónusta

Tækniskólinn mun frá byrjun skólaárs 2018-19 bjóða upp á sálfræðiþjónustu.  Benedikt Bragi Sigurðsson sálfræðingur hefur tekið til starfa og mun m.a. bjóða nemendum upp á einstaklingsviðtöl.

Nemendur gætu viljað leita til sálfræðiþjónustunnar vegna tilfinningalegra erfiðleika (þunglyndi, kvíði o.fl.), samskiptavanda, gruns um ADHD eða vegna annarra mála.

Tímapantanir fara fram í gegnum Innu, með tilvísunum frá námsráðgjöfum eða með því að senda póst beint á Benedikt á netfangið [email protected].  Viðtalsherbergi Benedikts er 218 í Skólavörðuholti, en hann mun einnig vera til viðtals í skrifstofunni í matsalnum í Hafnarfirði alla miðvikudaga.

Hefur unnið mikið með unglingum og ungu fólki

Benedikt Bragi útskrifaðist með Cand. Psych. gráðu frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2010 en hafði áður lokið BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands. Í rúmlega ár eftir útskrift gengdi hann stöðu forstöðumanns Fjölskylduheimilisins við Ásvallagötu sem er úrræði á vegum Barnaverndar Reykjavíkur fyrir 14-18 ára unglinga. Benedikt starfaði um tíma sem klínískur sálfræðingur hjá Fjölskyldumiðstöðinni sem er úrræði á vegum Reykjavíkurdeildar Rauða Krossins.
Benedikt hóf störf hjá Menntasviði Kópavogsbæjar sumarið 2011 sem skólasálfræðingur og sinnti því starfi út maí 2016. Frá árinu 2012 sinnti hann þjónustu við fjóra grunnskóla hjá Kópavogi.  Starfið í skólunum fólst meðal annars í greiningum, meðferð og ráðgjöf. Benedikt hefur verið sjálfstætt starfandi á stofu frá árinu 2013, síðustu tvö árin á Sálstofunni. Þar hefur hann mikið unnið með unglingum og ungu fólki, meðal annars vegna þunglyndis, kvíða, áráttu þráhyggju og ADHD.