fbpx
Menu

Fréttir

29. júní 2021

Seiglurnar á siglingu

Skólameistari Tækniskólans, Hildur Ingvarsdóttir, slóst í för með hópi kvenna, sem kalla sig Seiglurnar, á siglingu þeirra kringum landið á skútunni Esju.

Alls taka 35 konur á öllum aldri þátt í siglingunni og eru þetta bæði reyndar siglingakonur sem og nýgræðingar sem vilja kynnast ævintýraheimi siglinga.

Markmið verkefnisins er að virkja konur til siglinga við Ísland, vekja athygli á heilbrigði hafsins og hvetja alla til ábyrgrar umgengni við hafið og auðlindir þess.

Skipstjóri skútunnar er Sigríður Ólafsdóttir, kennari í skipstjórnargreinum við Tækniskólann. Þá er skútan með sinn eigin vélstjóra í fastri àhöfn – enga aðra en hina 17 ára gömlu Töru Ósk Markúsdóttur sem er nemandi í vélstjórn í Tækniskólanum.

Hægt er að  fylgjast með streymi frá ferð Seiglanna kringum landið.