fbpx
Menu

Fréttir

02. maí 2019

Starfsmenntun – ljósmyndasamkeppni

Starfsmenntun – ljósmyndasamkeppni

Ljósmyndasamkeppni í starfsmenntun – vinningshafar til Helsinki og Thessaloniki

Cedefop, Evrópumiðstöð fyrir þróun starfsmenntunar, efnir til ljósmyndasamkeppni meðal nemenda í starfsmenntun. Allt að fjórir nemendur geta í sameiningu sent inn ljósmyndasögu (4-5 myndir) ásamt allt að 100 orða frásögn um verkefni sem þeir eru eða voru nýlega að vinna að.

Glæsilegir vinningar í boði

Skilafrestur er til 31. maí og tveimur hópum verður ásamt kennara/leiðbeinanda boðið að taka þátt í evrópsku starfsmenntavikunni í Helsinki í október. Þriðji hópurinn hlýtur sérstök verðlaun sem afhent verða á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Thessaloniki í nóvember.

Segið ykkar sögu!

Sjá nánari upplýsingar, kynningarmyndband o.fl. hér á vef Cedefop, og í meðfylgjandi bæklingi (2 bls. pdf-skjal).