fbpx
Menu

Fréttir

18. desember 2020

Útskrift Tækniskólans á haustönn 2020

Útskrift Tækniskólans verður haldin með rafrænum hætti, sunnudaginn 20. desember næstkomandi, við hátíðlega athöfn heima í stofu.

Viðburðinum verður streymt í gegnum Youtube, hefst athöfnin stundvíslega kl. 14:00 og er áætlað að hún taki um klukkutíma.

Prófskírteini heim að dyrum

Á meðan á athöfninni stendur mun starfsfólk Tækniskólans banka upp á hjá nemendum á höfuðborgarsvæðinu sem það kjósa og afhenda þeim skírteinið ásamt táknrænni gjöf frá skólanum.

Nemendur af landsbyggðinni fá brautskráningarskírteini ásamt gjöf frá skólanum sent með pósti.

 

Ábending til nemenda varðandi útskriftardaginn

Hér koma nokkur atriði til nemenda er varða útskriftardaginn:

  • Við hvetjum alla nemendur til þess að vera spariklædda.
  • Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem eiga útskriftarhúfur til að setja þær upp.
  • Það er ætlunin að safna skemmtilegum myndum á Instagram undir myllumerkinu #heimaútskrift og hvetjum við nemendur til að taka þátt þar.

Þessi útskrift veður ekki á þann hátt sem við hefðum helst kosið í veirufríu landi. En það er alveg víst að hún verður engri annarri útskrift sem við höfum haldið lík og við ætlum að reyna að gera hana sem eftirminnilegasta. Þar skiptir þátttaka ykkar miklu máli!

Sjáumst í spariklædd og hress á sunnudaginn.