Útskrift verður 25. maí kl. 13 í Laugardalshöll
Útskriftarathöfn Tækniskólans verður föstudaginn 25. maí 2018 kl. 13 í Laugardalshöll
Vegna tvíbókunar hjá ráðstefnusviði Hörpu hefur staðsetningu útskriftar verið breytt og fer hún fram í Laugardalshöll. Beðist er velvirðingar á því ómaki sem þetta kann að valda fólki.
Það er þó lán í óláni að þessi breyting gerir það að verkum að útskriftinni verður ekki tvískipt, heldur verður um eina athöfn að ræða, fyrir allar brautir skólans.
Athöfn hefst stundvíslega kl. 13:00 í Laugardalshöll og útskriftarnemar eru beðnir um að mæta kl. 12:00.
Sæti fyrir útskriftarnema verða merkt og má gera ráð fyrir að dagskrá taki um tvær og hálfa klukkustund.
Dagskrá:
13:00 – Setning, Jón B. Stefánsson, skólameistari
Guðrún Randalín aðstoðarskólameistari á orðið, praktísk atriði og þakkir til þeirra sem lokið hafa störfum á árinu.
13:07 – Setningarræða, Bolli Árnason, stjórnarformaður Tækniskólans
13:12 – Tónlistaratriði: KK – (útskriftarnemandi) Skipstjórn
13:20 – Útskrift – hver skólastjóri útskrifar sína nemendur:
- Byggingatækniskólinn, Gunnar Kjartansson
- Handverksskólinn, Ragnheiður Bjarnadóttir
- Raftækniskólinn, Valdemar G. Valdemarsson
- Skipstjórnarskólinn og Véltækniskólinn, Jón Hjalti Ásmundsson
- Upplýsingatækniskólinn, Guðrún Randalín Lárusdóttir
- Tæknimenntaskólinn, Kolbrún Kolbeinsdóttir
- Flugskóli Íslands, Guðlaugur Sigurðsson
- Tækniakademían, Ragnhildur Guðjónsdóttir
– Meistaraskólinn
– Margmiðlunarskólinn
– Vefskólinn
15:00 – Verðlaunahafar – myndataka – aðstoðarskólameistari, Guðrún Randalín Lárusdóttir
15:15 – Hátíðarræða, skólameistari, Jón B. Stefánsson
15:25 – Dagskrárlok
Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá athöfninni á Facebook og YouTube rás Tækniskólans.