fbpx
Menu

Fréttir

14. maí 2018

Útskrift verður 25. maí kl. 13 í Laugardalshöll

Útskrift verður 25. maí kl. 13 í Laugardalshöll

Útskriftarathöfn Tækniskólans verður föstudaginn 25. maí 2018 kl. 13 í Laugardalshöll

Vegna tvíbókunar hjá ráðstefnusviði Hörpu hefur staðsetningu útskriftar verið breytt og fer hún fram í Laugardalshöll. Beðist er velvirðingar á því ómaki sem þetta kann að valda fólki.

Það er þó lán í óláni að þessi breyting gerir það að verkum að útskriftinni verður ekki tvískipt, heldur verður um eina athöfn að ræða, fyrir allar brautir skólans.

Athöfn hefst stundvíslega kl. 13:00 í Laugardalshöll og útskriftarnemar eru beðnir um  að mæta kl. 12:00.

Sæti fyrir útskriftarnema verða merkt og má gera ráð fyrir að dagskrá taki um tvær og hálfa klukkustund.

Dagskrá:

13:00 – Setning, Jón B. Stefánsson, skólameistari
Guðrún Randalín aðstoðarskólameistari á orðið, praktísk atriði og þakkir til þeirra sem lokið hafa störfum á árinu.

13:07 – Setningarræða, Bolli Árnason, stjórnarformaður Tækniskólans

13:12 – Tónlistaratriði: KK – (útskriftarnemandi) Skipstjórn

13:20 – Útskrift – hver skólastjóri útskrifar sína nemendur:

  1. Byggingatækniskólinn, Gunnar Kjartansson
  2. Handverksskólinn, Ragnheiður Bjarnadóttir
  3. Raftækniskólinn, Valdemar G. Valdemarsson
  4. Skipstjórnarskólinn og Véltækniskólinn, Jón Hjalti Ásmundsson
  5. Upplýsingatækniskólinn, Guðrún Randalín Lárusdóttir
  6. Tæknimenntaskólinn, Kolbrún Kolbeinsdóttir
  7. Flugskóli Íslands, Guðlaugur Sigurðsson
  8. Tækniakademían, Ragnhildur Guðjónsdóttir
    – Meistaraskólinn
    – Margmiðlunarskólinn
    – Vefskólinn

15:00 – Verðlaunahafar – myndataka – aðstoðarskólameistari, Guðrún Randalín Lárusdóttir

15:15 – Hátíðarræða, skólameistari, Jón B. Stefánsson

15:25 – Dagskrárlok

Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá athöfninni á Facebook og YouTube rás Tækniskólans.