fbpx
Menu

Fréttir

15. apríl 2020

Verið er að skipuleggja hvernig nemendur klára önnina

Verið er að skipuleggja hvernig nemendur klára önnina

Kæru nemendur (English below)

Þá er fyrsta kennsluvika eftir páska á enda og enn eru tvær vikur framundan af núgildandi samkomubanni.  Á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar á þriðjudaginn kynntu stjórnvöld áform um hvernig byrjað yrði að aflétta samkomubanni og takmörkunum 4. maí.  Við bíðum enn eftir auglýsingu með frekari útfærslu í Stjórnartíðindum en vinnum eins og er út frá því að nemendur geti komið inn til að klára verklegt nám frá og með 4. maí.  Sú ákvörðun sem kynnt var fyrir páska að klára allt sem hægt er í fjarnámi gildir þó áfram –  á því verður engin breyting.  Þetta á m.a. við um allar almennar greinar (stærðfræði, lífsleikni, tungumál o.fl.), aðrar bóklegar greinar, tölvugreinar og teikniáfanga.

Stjórnendur og kennarar vinna nú hörðum höndum að því að skipuleggja hvernig nemendur geti komið inn til að klára þá verklegu þætti sem þarf í maí með ítrustu sóttvarnarkröfur að leiðarljósi.  Fari sem horfir munu allir nemendur sem þurfa að ljúka verklegum greinum í staðnámi fá nýja stundatöflu frá og með 4. maí þar sem fram kemur á hvaða tímum þeir eiga að mæta.  Tíminn getur verið allt frá nokkrum klukkustundum í einn dag upp í nokkra daga eftir fjölda áfanga og umfangi.  Eins og er reiknum við með að ljúka mestu á 2 vikum frá og með 4. maí.  Þetta þýðir hins vegar að einkunnabirting mun frestast um nokkra daga sem og útskrift.  Við getum því miður ekki sent ykkur nákvæmari upplýsingar eins og er en þær ættu að koma þegar líður á vikuna. Þá á alfarið eftir að útfæra hvernig útskrift fer fram en það er alla vega ljóst að hún verður ekki í stórum sal í Háskólabíó eins og ráðgert var.

Það ástand sem hefur varað undanfarnar vikur hefur verið erfitt fyrir flesta – bæði nemendur og starfsfólk.  Þið hafið verið ótrúlega þrautseig og margir staðið sig afskaplega vel en nú er endaspretturinn framundan.  Ekki gefast up!  Setjið kraft í allt það nám sem fer fram yfir netið og svo setjum við kraft í verklega námið í maí.   Hikið ekki við að hafa samband ef þið hafið spurningar.  Við viljum styðja ykkur í hvívetna og minni ég sérstaklega á alla þá stoðþjónustu sem í boði er og finna má upplýsingar um á vefsíðu skólans.

Bestu kveðjur,

Hildur skólameistari

 

Dear students

Now the first school week after Easter break has passed.  At a press conference on Tuesday, the Prime Minister, the Minister of Health, and the Minister of Justice in Iceland, introduced steps to lift the restrictions currently in place in Iceland due to the COVID-19 outbreak. You can read more about that here https://www.government.is/news/article/2020/04/14/Restrictions-to-be-gradually-lifted-starting-4-May-/.  While we are still waiting for the official ministerial decision on the matter which is expected in the next days we are starting to plan how we can take in students that need to finish vocational studies at school from the 4th of May. The decision to complete all courses that we can remotely, including all general subjects (e.g. Icelandic, math, languages), computer courses and drawing courses, remains unchanged.

School directors and teachers are now working hard on planning how students that need to complete vocational parts of their courses can come to school in May.  The plan is of course done in accordance with strict measures regarding number of students in one space, two meter rule, frequent sanitizing etc..  If all goes as planned the students that need to complete vocational parts of their courses will get a new timetable that will be valid from the 4th of May which will tell when they need to be at school.  The time can vary from a few hours for one day up to several days ,all depending on the number and types of vocational courses they are taking.  It looks like we will be able to complete most of the vocational courses in two weeks starting 4th of May. This means that the presentation of course results (einkunnabirting) will be delayed by a few days and the same goes about the graduation.  We can unfortunately not provide more detailed information at the moment but we should be able to do so by the end of next week.   Then we will hopefully have a new date for the graduation and some idea about how it will be implemented.

The past weeks have been hard for most of us – both students and staff.  You have showed great resilience and many of you have done really well but we have the final sprint ahead of us.  Don’t give up!  I encourage you to work hard on your studies for the next weeks.  Please don’t hesitate to contact us if you have any questions.  We will do our best to support you and I want to remind you of our support services that you will find information about here: https://en.tskoli.is/frettir/support-services/

Best regards,

Hildur principal