fbpx
Menu

Fréttir

22. maí 2023

Vertu stálslegin

StálsleginVERTU STÁLSLEGIN er kynningarátak sem allir iðn- og verkmenntaskólar, þar sem málmiðngreinar eru kenndar, standa saman að.

Markmiðið er að vekja athygli á þeim fjölbreyttu tækifærum sem nám í málmiðngreinum hefur upp á að bjóða.

Hvort sem stefnan er sett á krefjandi háskólanám eða frama í atvinnulífinu, þá eru námsgreinar eins og stálsmíði, rennismíði, blikksmíði og vélvirkjun, vandað nám sem gefur nemendum góða innsýn í heim málmiðnaðarins.

Nánari upplýsingar um þá skóla sem bjóða upp á málmiðngreinar má finna á vefsíðunni nám og störf.