fbpx
en
Menu
en

Bóklegar íþróttir

Fyr­ir­komulag í bók­legum íþróttum er hefðbundið og í eft­ir­far­andi íþrótta­áföngum mæta nem­endur í tíma skv. stunda­skrá.

  • ÍÞRÓ1GH02AT – Nemendur á Skólavörðuholti
  • ÍÞRÓ1GH02AT-Hát – Nemendur á Háteigsvegi
  • ÍÞRÓ1GH02AT-Hfj – Nemendur í Hafnarfirði

 

Verklegar íþróttir 

Nýnemar fá íþróttir inn í stundatöflu. Eldri nemendur fá íþróttir inn í töflu á mánudögum en eiga að hitta íþróttakennara þegar hann er við í töflu og skipuleggja sínar íþróttir yfir önnina. Íþróttir eru kenndar á einni önn en ekki á spönnum. Eftirfarandi stundatöflur sýna opnunartíma í íþróttasölum.

Stundatafla – Skólavörðuholti

Kl. Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur
08:30–09:20
09:20–10:10 Verklegt Verklegt
10:25–11:15 Verklegt Verklegt Verklegt Verklegt
11:15-12:05 Verklegt Verklegt Verklegt Verklegt
–  Hádegishlé  –        
12:45–13:35 Jóga stofa 117 Verklegt Verklegt Verklegt
13:35–14:25 Verklegt Verklegt
14:35–15:25 Verklegt Verklegt
 

Stundatafla – Háteigsvegi 

ATH. Tækjasalur er niðrí kjallara hjá lyftunni í aðalandyri skólans.
Kl. Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur
08:30–09:20
09:20–10:10 Tækjasalur opinn
10:25–11:15 Tækjasalur opinn Tækjasalur opinn Tækjasalur opinn
11:15-12:05 Tækjasalur opinn Tækjasalur opinn Tækjasalur opinn
–  Hádegishlé  –        
12:45–13:35 Tækjasalur opinn Tækjasalur opinn
13:35–14:25 Tækjasalur opinn
14:35–15:25 Tækjasalur opinn
 

Stundatafla – Hafnarfirði

ATH. Tækjasalur HF er World class Dalshrauni 1 í Hafnarfirði
Kl. Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur
08:30–09:20 World class
09:20–10:10 World class World class World class
10:25–11:15 World class World class World class
11:15-12:05 World class Fótbolti í Dvergnum Hfj.
–  Hádegishlé  –        
12:45–13:35 World class World class
13:35–14:25 World class
14:35–15:25 World class

 

 Aðrir íþróttatímar

–   Joga mánudagar 12:45-13:35 í stofu 117 á Skólavörðuholti

–   Fótbolti mánudagar 13:00-13:50 í Valsheimilinu

–   Blak þriðjudaga 13:35-14:25 í Valsheimilinu

–   Badminton miðvikudaga 8:30-9:20 í TBR húsinu

–   Sund á eigin tíma

–   Fótbolti í Hafnarfirði Dvergnum 11:15-12:05 á fimmtudögum.

 

Lágmarksmæting og staðsetning íþróttatíma

Lágmarksmæting er einu sinni í viku en nemendur geta mætt oftar ef þeir vilja. Nemandi getur mætt á alla þrjá staðina eftir því sem þeir vilja hverju sinni að því gefnu að íþróttakennari sé til staðar.

Nemendur þurfa að mæta:

  • Skólavörðuholt í íþróttasal kjallara.
  • Hafnarfjörð í World Class Dalshraun 1.
  • Háteigsveg í íþróttasal kjallara.

 

Íþróttasamningur

Ef nemendi stundar skipulagða hreyfingu utan skóla a.m.k. 2x í viku þá getur nemandinn farið á íþróttasamning fyrir ákveðan dagssetningu og þarf ekki að mæta í verklegar íþróttir.

Nemandinn þarf hinsvegar að uppfylla ákveðin skilyrði sem eru:

  1. skila staðfestingu á að hann sé að æfa
  2. gera verkefni á Innu á miðri önn þar sem hann skilar inn æfingadagbók
  3. skila inn í lok annar að lágmarki staðfestingu á 30 æfingum yfir önnina. Til að ná samning þá þarf að skila inn öllum þáttum.

Nemendur undir 18 ára verða að fá undirskrift forráðamanna til að geta farið á samning.

Smellið hér á íþróttasamninginn til að fylla út. 

 

Athugið

Ath. Skila þarf öllum matsþáttum til íþróttakennara (ekki annarra starfsmanna).

Ath. vel. Ef nem­andi skilar of seint eða alls ekki matsþætti þá fær viðkom­andi fjar­vistir þar til matsþætti er skilað. Fjarvistir verða ekki afskrifaðar.

Ath. mjög vel. Ef nem­andi skilar ekki inn matsþætti fyrir skráðar dag­setn­ingar þá dettur ein­kunn viðkom­andi matsþáttar niður í 50% af fullri ein­kunn þess þáttar af því gefnu að matsþætt­inum sé skilað.

Nemandi getur náð 10 í áfanganum ef hann skilar inn 50 æfingum eða fleiri yfir önnina og vel útfylltri æfingadagbók.

 

Íþróttakennarar

Sjá kennara í íþróttum

 

 

Uppfært 1. september 2023
Áfangastjórn