fbpx
Menu

Stefna Tækniskólans er að tryggja öllum nemendum og starfsmönnum skólans öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi.

Markmið Tækniskólans er að vera slysalaus vinnustaður og að stuðla að aukinni öryggisvitund.

 

Öryggi og heilsusamlegt starfsumhverfi

Tækni­skól­anum er umhugað um öryggi og heilsu nem­enda skólans sem og starfs­manna. Í skól­anum eru í gildi reglur sem hafa það markmið að stuðla að öruggu og heilsu­sam­legu starfs­um­hverfi þar sem virðing er borin fyrir ein­stak­lingum og starfi þeirra. Slys, óhöpp og næstum slys eru skráði í atvikaskráningakerfi skólans og fara í ferli sem miðar að því að koma í veg fyrir óhöpp og slys eða endurtekningu slysa með t.d. fræðslu eða breyttu verklagi. Starfs­menn og nemendur eru ein­dregið hvattir til að koma á fram­færi til­lögum um bætt öryggi og vinnu­um­hverfi við stjórn­endur eða örygg­is­nefnd skólans á póst­fangið orygg­is­[email protected]. Eins er hægt að skrá ábendingu í ábendingakerfi skólans.

Starfs­menn eru beðnir að kynna sér gild­andi reglur, til­einka sér þær og virða, því saman náum við árangri í bættu öryggi og auk­inni öryggis­vitund. Nem­endur, verk­takar, birgjar og gestir eiga að hlíta sömu örygg­is­reglum og starfs­menn skólans.

 

Öryggis-, heilbrigðis- og umhverfisstefna

Tækni­skól­anum er umhugað um öryggi og heilsu nem­enda skólans sem og starfs­manna. Í skól­anum eru í gildi reglur sem hafa það markmið að stuðla að öruggu og heilsu­sam­legu starfs­um­hverfi þar sem virðing er borin fyrir ein­stak­lingum og starfi þeirra.

Sjá nánar STS-025

Sjá einnig Öryggis-, heilbrigðis- og vinnuumhverfisáætlun skólans.

 

Viðbrögð við áföllum

Áfallaráð ber ábyrgð á að í gildi sé áætlun sem farið er eftir þegar áföll verða. Skóla­meistari fer með stjórn ráðsins. Áfallaráð fer með verk­stjórn við válega atburði og ber ábyrgð á að viðbragðsáætlun þessari sé fylgt. Til áfalla teljast andlát, slys og bráð veik­indi sem nem­endur eða starfs­menn verða fyrir.

Sjá nánar LMS-011

 

Viðbragðsáætlun – Viðbrögð við ógnunum, náttúruvá, smitsjúkdómum, efnaslysum o.fl.

Viðbragðsáætl­unin segir fyrir um skipulag og stjórnun aðgerða ef hættu­ástand kemur upp í Tækni­skól­anum. Hún er unnin af full­trúum starfs­hóps um viðbragðsáætlun fyrir fram­halds­skóla í sam­starfi við almanna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra og aðrar viðeig­andi stofn­anir. Markmið viðbragðsáætl­un­ar­innar er að tryggja skipulögð viðbrögð og að nauðsynleg aðstoð berist á sem skemmstum tíma ef hættu­ástand skapast. Viðbragðsáætl­unin er til leiðbein­ingar um fyrstu viðbrögð en lög­reglu­stjóri getur ákveðið breyt­ingu á skipu­lagi með til­liti til ástands og aðstæðna hverju sinni.

Sjá viðbragðsáætlun skólans.

 

Rýmingaráætlun Tækniskólans

Rým­ingaráætlun Tækni­skólans, sjá nánar VKL-413

 

Stefna og áætlanir í gæðahandbók skólans

Sjá hér:

 

 

Uppfært 21.04.2021
Gæðastjóri