fbpx
Menu

öryggi

Öryggismál

Stefna Tækniskólans er að tryggja öllum nemendum og starfsmönnum skólans öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi.

Markmið Tækniskólans er að vera slysalaus vinnustaður og að stuðla að aukinni öryggisvitund.

Öryggi og heilsusamlegt starfsumhverfi

Tækniskólanum er umhugað um öryggi og heilsu nemenda skólans sem og starfsmanna. Í skólanum eru í gildi reglur sem hafa það markmið að stuðla að öruggu og heilsusamlegu starfsumhverfi þar sem virðing er borin fyrir einstaklingum og starfi þeirra. Tækniskólinn heldur utan um allar skráningar á slysum og óhöppum og öðru því sem lýtur að heilsu og öryggi nemenda og starfsmanna. Starfsmenn eru eindregið hvattir til að koma á framfæri tillögum um bætt öryggi og vinnuumhverfi við stjórnendur eða öryggisnefnd skólans á póstfangið [email protected] Eins er hægt að skrá ábendingu í ábendingakerfi skólans á þessari síðu.

Starfsmenn eru beðnir að kynna sér gildandi reglur, tileinka sér þær og virða, því saman náum við árangri í bættu öryggi og aukinni öryggisvitund. Nemendur, verktakar, birgjar og gestir eiga að hlíta sömu öryggisreglum og starfsmenn skólans.

 

Öryggis-, heilbrigðis- og vinnuumhverfisáætlun

Tækniskólanum er umhugað um öryggi og heilsu nemenda skólans sem og starfsmanna. Í skólanum eru í gildi reglur sem hafa það markmið að stuðla að öruggu og heilsusamlegu starfsumhverfi þar sem virðing er borin fyrir einstaklingum og starfi þeirra.

Sjá nánar, STS-025

 

Viðbrögð við áföllum

Áfallaráð ber ábyrgð á að í gildi sé áætlun sem farið er eftir þegar áföll verða. Skólameistari fer með stjórn ráðsins. Áfallaráð fer með verkstjórn við válega atburði og ber ábyrgð á að viðbragðsáætlun þessari sé fylgt. Til áfalla teljast andlát, slys og bráð veikindi sem nemendur eða starfsmenn verða fyrir.

Sjá nánar LMS-011

 

Viðbragðsáætlun – Viðbrögð við ógnunum, náttúruvá, smitsjúkdómum, efnaslysum o.fl.

Viðbragðsáætlunin segir fyrir um skipulag og stjórnun aðgerða ef hættuástand kemur upp í Tækniskólanum. Hún er unnin af fulltrúum starfshóps um viðbragðsáætlun fyrir framhaldsskóla í samstarfi við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og aðrar viðeigandi stofnanir. Markmið viðbragðsáætlunarinnar er að tryggja skipulögð viðbrögð og að nauðsynleg aðstoð berist á sem skemmstum tíma ef hættuástand skapast. Viðbragðsáætlunin er til leiðbeiningar um fyrstu viðbrögð en lögreglustjóri getur ákveðið breytingu á skipulagi með tilliti til ástands og aðstæðna hverju sinni.

Sjá viðbragðsáætlun í gæðahandbók skólans.

 

Rýmingar áætlun Tækniskólans

Rýmingaráætlun Tækniskólans, sjá nánar VKL-413

 

Stefna og áætlanir í gæðahandbók skólans:

•   Öryggis-, heilbrigðis- og vinnuumhverfisstefna í gæðahandbók skólans

•   Öryggis-, heilbrigðis- og vinnuumhverfisáætlun

•   Viðbragðsáætlun vegna Covid – 19

•   Viðbragðsáætlun – Viðbrögð við ógnunum, náttúruvá, smitsjúkdómum, efnaslysum o.fl.

•   Viðbrögð við áföllum

•   Rýmingaráætlun Tækniskólans

 

 

 

 

Uppfært 21.04.2021
Gæðastjóri