fbpx
Menu

Veita aðstandendum aðgang að Innu

Nemandi, eldri en 18 ára, getur veitt aðstandanda aðgang að Innu

Skráðir aðstand­endur nem­enda yngri en 18 ára hafa aðgang að Innu og geta geta fylgst með verkefnastöðu og námsframvindu nemandans og einnig skráð veik­indi hans. Þegar nemandi verður 18 ára lokast hins vegar fyrir aðgang aðstandenda í Innu. Nemandinn getur opnað fyrir aðganginn og/​​eða gefið samþykki fyrir því að skólinn veiti upplýsingar um sig til aðstandenda. Nota þarf Íslykil eða rafræn skilríki til að skrá sig inn á Innu.

Hafi nemandi opnað fyrir aðgang aðstandenda í Innu, geta þeir áfram skráð veikindi nemandans í Innu. 

 

Leiðbeiningar – Opnað fyrir aðgang aðstandenda nemenda eldri en 18 ára

1. Nemandi skráir sig inn í Innu.

2. Smellt á mynd nemandans efst á stikunni er og valið „Ég.“ Í þeirri valmynd eru persónuupplýsingar nemandans.

 

3. Opnaður er linkurinn „Aðstandendur“

4. Með því að setja „Já“ í stað „Nei“ í „Aðgangur“ er aðstandenda gefinn aðgangur.

 

 

 

 

 

Uppfært 8. ágúst 2024
Áfangastjórn