Langar þig að að hanna og búa til ótrúlegustu hluti eftir eigin höfði? Námskeiðið er haldið í framtíðarstofu Tækniskólans en þar er hægt að prenta út í þrívídd, prenta á boli, skera út með laserskera og taka upp tónlist.
Viltu búa til farsíma-, hleðslustand eða 3D-prenta út uppáhalds Pokemoninn þinn? Langar þig að setja mynd af kvikmyndahetjunni þinni á bol sem þú færð að eiga að loku námskeiðinu. Þú lærir að prenta út í þrívídd, prenta á bol, skera út með laserskera eða taka upp tónlist? Á námskeiðinu er líka hægt að komast í hljóðstúdíó þar sem þú getur hljóðsett eða tekið upp tónlistina þína.
Dagsetningar verða birtar þegar nær dregur.
Eðvarð Arnór Sigurðsson, Ingi Björn Ingason og Hulda Orradóttir, eru öll starfsmenn í Framtíðarstofu Tækniskólans.
Námskeiðsgjald:
Allt efni er innifalið í námskeiðsgjaldinu.
Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara (virkir dagar) í síma 514 9602 eða á endur[email protected]