Menu

Foreldra-ráð

Foreldraráð

Foreldraráð Tækniskólans

Við Tækniskólann starfar foreldraráð samkvæmt lögum um fram­halds­skóla (92/​2008). Hlutverk ráðsins er að styðja við skólastarfið, huga að hagsmunamálum nemenda og efla samstarf foreldra og forsjáraðila ólögráða nemenda við skólann.

 

Tilgangur og markmið ráðsins

Til­gangur ráðsins er að stuðla að auknum gæðum skólans og leitast við að bæta skilyrði og aðstæður nem­enda til mennt­unar og almenns þroska. Ráðið hyggst gera það með því að:

  • Stuðla að aukinni þekkingu foreldra og forsjáraðila á réttindum og skyldum sínum og barna þeirra.
  • Auka sýnileika og nánd foreldra og forsjáraðila sem veiti yfirvöldum, skólastjórnendum, kennurum og nemendum stuðning í skólastarfinu.
  • Vera samráðs- og samstarfsvettvangur foreldra og forsjáraðila.
  • Treysta samstarf foreldra og forsjáraðila, starfsfólks skólans og nemendasambands Tækniskólans (NST).
  • Hvetja til aukins stuðnings og hvatningar foreldra og forsjáraðila við börn sín og nám þeirra.
  • Vera bakhjarl skólans og auka áhrif foreldra og forsjáraðila sem hagsmunahóps í þágu bættrar stöðu og hag skólans.
  • Standa vörð um réttindi nemenda til menntunar og farsæls þroska.

Aðild að ráðinu

Allir foreldrar og forsjáraðila nemenda Tækniskólans eiga rétt á aðild að foreldraráði. Ráðið tilnefnir einn áheyrnarfulltrúa í skólanefnd.

Í stjórn foreldraráðs Tækniskólans skólaárið 2024-2025 eru:

  • Berglind Reynisdóttir
  • Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir
  • Hlédís Þorbjörnsdóttir (áheyrnarfulltrúi foreldra í skólanefnd)
  • Joanna Marcinkowska
  • Sigurður Grétar Sigmarsson

 

Upplýsingamiðlun og samskipti

Foreldraráð miðlar upplýsingum til foreldra og for­sjáraðila í gegnum Facebook-síðu ráðsins. Foreldrar sem vilja taka þátt í störfum ráðsins geta haft samband við stjórnina í gegnum síðuna eða sent póst til Lilju Guðnýjar, gæðastjóra Tækniskólans, sem sér um að koma á tengslum við stjórnina.