en
Menu
en

Innsýn í námið

Málmur, vélar, tækni og fræði

Vél­tækni­skólinn býður upp á nám renn­ismíði, stálsmíði, vél­stjórn, vél­virkjun og flug­virkjun. Að námi loknu hefur nem­andi lokið und­ir­bún­ingi undir sveins­próf í iðngrein­inni. Stúd­ents­próf er í boði sem viðbót­arnám allra brauta, er þó innifalið í átta anna vél­stjórn­ar­rétt­inda­námi.

Námið felst bæði í bók­námi og verk­námi. Verknám fer fram í húsnæði skólans á Háteigs­vegi í Reykjavík og í Flata­hrauni í Hafnarfirði nema allt nám í flug­virkjun fer fram í Árleyni í Grafar­vogi. Bók­námið er í dag­skóla en er í auknum mæli boðið í dreif­námi.

Ein­göngu er opið fyrir umsóknir í dagnám fyrir haustönn en opið er fyrir umsóknir í dreifnám fyrir báðar annir.

Náms­brautir

Umsagnir

Shape
Shape

Valdimar Árnason lauk námi í flugvirkjun

Í byrjun árs 2017 var komið að því, ég ætlaði að gera eitthvað meira en bara vinna. Mig langaði að gera eitthvað sem ég hafði virki­lega áhuga á. Var búinn að velta þessu fyrir mér í kannski tvö ár og svo sá ég aug­lýs­ingu á Face­book fyrir flug­virkj­anám Tækni­skólans. Aug­lýs­ingin poppaði auðvitað upp á mínum skjá því ég hef haft brenn­andi áhuga á flug­vélum síðan ég var 4 ára og er með fullt að flug­véla­tengdum síðum á Face­book.

Ég sé ekki eftir að hafa sótt um þetta sérnám því ég kynntist fólki frá öllum stéttum sam­fé­lagsins. Fólk sem hafði mis­mikinn áhuga en vildi gera það sama og ég, finna sér eitthvað sem væri öðruvísi en þau höfðu verið að vinna við. Gaman var að fylgjast með þeim öllum fá aukinn áhuga fyrir þessum tækjum háloft­anna með mér.

Námið er skemmti­legt og mjög fjöl­breytt en á köflum ansi strembið og voru flestir kenn­ar­arnir mjög færir að ein­falda efnið fyrir manni. Það sem ég tek úr þessu er auðvitað námið og kunn­átta mín að leysa vandamál en þessi  tvö ár með bekkj­ar­fé­lög­unum stendur upp úr. Tveir mánuðir fyrir norðan á Akur­eyri í verk­legu námi virki­lega þéttu hópinn og er maður heppinn að hafa eignast svona marga vini.

Sigurður fór í nám í verkfræði í Háskólanum eftir nám í Véltækniskólanum.

„Fjöl­breytnin í náminu er góður grunnur. Ég finn að ég stend betur að vígi en margir sem eru með mér í verkfræðináminu hér í Háskól­anum.“

Rafnar Snær Baldvinsson lauk námi í vélstjórn

Vél­stjórn­ar­námið er mjög fjöl­breytt, inni­heldur mikið af nyt­sam­legum upp­lýs­ingum og hefur frá­bæra kennara sem miðla þekk­ingu eins og þeim einum er lagið. Þetta nám opnar margar dyr og gerir að verkum að það er fátt sem að flækist fyrir manni í framtíðinni. Ég mæli ein­dregið með þessu námi ef að þú ert for­vitin/​n um virkni hluta og/​eða viðgerðir.

Náms­samn­ingur

Ný reglugerð um vinnustaðanám tók gildi 1. ágúst 2021. Vinnustaðanám er hluti af náms­skipu­lagi þeirra nem­enda sem hófu nám á haustönn 2021. Frá þeim tíma sjá fram­halds­skólar um gerð og staðfest­ingu vinnustaðanáms­samn­inga og hafa eft­irlit með þeim. Nem­endur sem hefja vinnustaðanám eftir gildis­töku reglugerðarinnar vinna sam­kvæmt fer­ilbók sem gefin er út af Mennta­mál­stofnun.

Nem­endur Tækni­skólans sem hófu nám fyrir gildistöku reglugerðarinnar 1. ágúst 2021 og óska eftir að fara hefja vinnustaðanám sækja um á innritunarvef Véltækniskólans.

Velkomin

Vel­komin í Vél­tækni­skólann

Víglundur Laxdal Sverrisson

- Kveðja frá skólastjóra

Í Vél­tækni­skól­anum tökum við vel á móti þeim sem vilja ná sér í hag­nýta hágæða tækni­menntun. Útskrifaðir nem­endur frá okkur starfa víða og námið opnar fjölda fjöl­breyttra atvinnu­tæki­færa.

Dagnáms­kennsla í Vél­tækni­skól­anum í Reykjavík fer að mestu fram í Sjó­manna­skól­anum Háteigs­vegi og í Hafnarfirði (Flata­hrauni og Gjótu­hrauni), flug­virkj­unin er í Árleyni í Reykjavík.

Hlökkum til að sjá þig.

 

Víglundur Laxdal Sverrisson

  • Skólastjóri Véltækniskólans og Skipstjórnarskólans

FAQ

Spurt og svarað

Er hægt að taka stúdentspróf með náminu?

Námi til vél­stjórn­ar­rétt­inda C og D lýkur með stúd­ents­prófi.

Fagnámi málm- og vél­tækni­greina lýkur ekki með stúd­ents­prófi en nem­endur eiga kost á slíku viðbót­ar­námi til und­ir­bún­ings námi á háskóla­stigi. Mögu­legt er einnig að taka viðbót­ar­námið samhliða fagnáminu.

Þarf að eiga sérstakan búnað fyrir námið?

Nem­endur sem hefja nám í Vél­tækni­skól­anum verða að koma með eigin örygg­isskó, hlífðargler­augu og heyrna­hlífar sem skylt er nota í verk­legu námi skólans og við aðra vinnu þar sem kenn­arar krefjast þess að nem­endur noti hlífðarbúnað.

Áréttað skal að nem­endum er með öllu óheimilt að vinna við vélar og tæki nema í skipulögðum áföngum þar sem kennari er til staðar.

Hvar vinna útskrifaðir nemendur úr Véltækniskólanum?

Vél­stjórar og vélfræðingar starfa m.a. í verksmiðjum, á skipum, í orku­verum og þar sem gerðar eru kröfur um víðtæka þekk­ingu á vél- og tækni­búnaði. Vél­stjórn­arnám veitir rétt­indi til atvinnu um allan heim á skipum af öllum stærðum og gerðum, við fiskveiðar, flutn­inga eða á stærstu farþega­skipum.

Vél­virkjar starfa einkum í þjón­ustu­fyr­ir­tækjum sem annast viðhald véla og vél­búnaðar, í framleiðslu­fyr­ir­tækjum sem nýta vélar í starf­semi sinni, í verk­taka­fyr­ir­tækjum bygg­inga­starf­semi og skipasmíða og í fyr­ir­tækjum sem smíða vélar og vél­búnað.

Flug­virkjar starfa á flug­völlum og við viðhald­stengda þjón­ustu við flug­vélar um allan heim, enda er námið með evr­ópska viðurkenn­ingu. Störfin felast í almennu viðhaldi með flug­vélum og úrlausn vanda­mála sem upp koma við notkun.

Stálsmiðir starfa einkum hjá framleiðslu-, verk­taka- og bygg­inga­fyr­ir­tækjum sem hanna, smíða og gera við vélar, reisa mann­virki og viðhalda þeim, smíða, viðhalda og gera við skip og veita aðra þjón­ustu sem byggist á meðferð og meðhöndlun málma.

Renn­ismiðir starfa gjarnan á sérhæfðum renn­ismíðaverkstæðum sem jafnan eru annað tveggja deildir innan málm- og vél­tæknifyr­ir­tækja eða sér­stök þjón­ustu- og smíðafyr­ir­tæki.

Hvernig kemst ég á námssamning?

Hér má sjá upp­lýs­ingar um vinnustaðanám og fer­ilbók.

Ég er með stúdentspróf, fæ ég það metið og hvað er námið þá langt?

Í öllu námi Vél­tækni­skólans, nema flug­virkjun, eru almennar greinar sem kenndar eru í fram­halds­skólum landsins og eru hluti af almennu stúd­ents­prófi, og eru þær metnar inn í námið sem getur stytt náms­tímann um allt að fjórðung.

Í flug­virkjun eru ekki almennar greinar í kjarna­náminu og því er ekki um mat almennra greinar að ræða þar, en rétt er að nefna að stúd­ents­próf er góður grunnur fyrir nám í flug­virkjun enda er nauðsyn­legt að búa yfir góðri kunn­áttu í stærðfræði, eðlisfræði og ensku.

Er námið lánshæft hjá LÍN?

Já, lánasjóðurinn veitir nánari upp­lýs­ingar. Sjá lista yfir lánshæft nám neðst á síðunni hjá LÍN.

Spurn­ingar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!