Hér á síðunni fylgja leiðbeiningar um hvernig á að nota heimildaskráningarkerfið Chicago Manual of Style en það er meðal annars notað í heimildaskráningu í fögum sem tengjast listum og hugvísindum.
Til eru tvær útgáfur af Chicago Manual of Style, önnur notar tilvísanir inn í texta eða aftanmálsgreinar (endnotes), hin notaðar neðanmálsgreinar (footnotes) þar sem tilvísanir eru neðst á síðunni. Algengast er þó að notast sé við neðanmálsgreinar þegar skráð er eftir Chicago kerfinu og hér á eftir eru leiðbeiningar um hvernig það er gert. Mikilvægt er að gæta samræmis í allri heimildaskráningu, óháð því hvaða kerfi er notað.
Hér neðar á síðunni eru leiðbeiningar og dæmi – upplýsingar um hvernig þú byggir heimildaskrána upp og með hvaða hætti er vísað í ólíkar tegundir heimilda.
Nokkrar almennar reglur gilda um uppsetningu heimildaskrár í Chicago Manual of Style.
Heimildaskránni er raðað í stafrófsröð, nöfnum erlendra höfunda eftir eftirnafni fyrsta höfundar en íslenskum nöfnum er alltaf raðað eftir eiginnafni. Séu höfundar fleiri en einn er þeim raðað eins og þeir koma fyrir á bókarkápu eða titilsíðu. Ef höfundur er óþekktur, skal skrá ritið undir titli í stafrófsröð. Almennt séð er röðin á atriðum sem telja þarf upp:
Höfundur. Titill skáletraður: undirtitill. Útgáfustaður: Útgefandi, útgáfuár.
Atriði í heimildaskrá eru aðskilin með punkti. Við uppsetningu heimildaskrár á að nota einfalt línubil og önnur línan í hverri heimild á að vera inndregin.
Í Word er þetta gert með því að velja Home flipann og opna þaðan Paragraph gluggann, og breyta stillingum undir Indentation í „Hanging“.
Í Google Docs er þetta gert með því að velja Format flipann og þar undir Align & indent og í Indentation options velja Special indent „Hanging“.
Í þeirri útgáfu af Chicago Manual of Style sem hér er fjallað um er notast við neðanmálsgreinar fyrir tilvísanir. Neðanmálsgreinar eða footnotes eru gerðar á auðveldan hátt í Word með því að ýta á CTRL+ALT+F eða fara í References flipann og velja þar „insert footnote“. Tilvísunina á að staðsetja á eftir greinarmerki í lok málsgreinar (t.d. á eftir punkti).
Þegar vísað er í heimild í fyrsta sinn er tilvísunin í raun skráð nánast á sama hátt og í heimildaskrá. Munurinn felst aðallega í því að í neðanmálsgreinum er notast við kommur til að aðgreina atriðin sem fram koma en ekki punkt. Auk þess er nöfnum höfunda í neðanmálsgreinum snúið við þegar um erlenda höfunda er að ræða og fornafn sett á undan eftirnafni.
Þegar einu sinni hefur verið vitnað til heimildar er næsta tilvísun í sömu heimild stytt og ákveðin atriði felld út.
Höfundur. Titill. Útgáfustaður: Forlag, útgáfuár.
Ítarlegri: Höfundur. Titill: Undirtitill. Útgáfunúmer. Ritröð. Útgáfustaður: Forlag, útgáfuár.
Fyrsta tilvísun neðanmáls: Höfundur, Titill (Útgáfustaður: Forlag, ár), xx.
Næstu tilvísanir neðanmáls: Höfundur, Titill, xx.
(xx merkir hér blaðsíðutal)
Garðar Gíslason. Félagsfræði: Einstaklingur og samfélag. 3. útg. Reykjavík: Mál og menning, 2008.
Fyrsta tilvísun: Garðar Gíslason, Félagsfræði: Einstaklingur og samfélag, 3. útg. (Reykjavík: Mál og menning, 2008), 27.
Næstu tilvísanir: Garðar Gíslason, Félagsfræði, 27.
Friðrik H. Jónsson og Sigurður J. Grétarsson. Gagnfræðakver handa háskólanemum. 4. útg. Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2007.
Fyrsta tilvísun: Friðrik H. Jónsson og Sigurður J. Grétarsson, Gagnfræðakver handa háskólanemum, 4. útg. (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2007), 98-100.
Næstu tilvísanir: Friðrik H. Jónsson og Sigurður J. Grétarsson, Gagnfræðakver handa háskólanemum, 98-100.
Gombrich, E. H. Saga listarinnar. Halldór Björn Runólfsson þýddi. Reykjavík: Opna, 2008.
Fyrsta tilvísun: E. H. Gombrich, Saga listarinnar, Halldór Björn Runólfsson þýddi (Reykjavík: Opna, 2008), 15.
Næstu tilvísanir: E. H. Gombrich, Saga listarinnar, 15.
Andrews, Philip og Peter Cope. The complete digital photography manual: Everything you need to know to shoot and produce great digital photographs. London: Carlton, 2007.
Fyrsta tilvísun: Philip Andrews og Peter Cope, The complete digital photography manual: Everything you need to know to shoot and produce great digital photographs (London: Carlton, 2007), 32.
Næstu tilvísanir: Andrews og Cope, The complete digital photography manual, 32.
Athugið hér sérstaklega röðina á nöfnum erlendra höfunda. Í heimildaskrá er fyrsta höfundi raðað eftir eftirnafni, en ef eru fleiri höfundar að sama verki eru þeir svo taldir upp með fornafn fyrst. Í fyrstu tilvísunum er fornafn allra höfunda haft á undan eftirnafni en í síðari tilvísunum eru eingöngu talin upp eftirnöfn höfunda.
Bárðar saga Snæfellsáss, Bjarki Bjarnason bjó til prentunar. Reykjavík: Iðnú, 1999
Fyrsta tilvísun: Bárðar saga Snæfellsáss, Bjarki Bjarnason bjó til prentunar (Reykjavík: Iðnú, 1999), 57.
Næstu tilvísanir: Bárðar saga Snæfellsáss, 57.
Íslensk orðabók. 2. útg., aukin og bætt. Árni Böðvarsson ritstýrði. Reykjavík: Mál og menning, 1996.
Fyrsta tilvísun: Íslensk orðabók, 2. útg., aukin og bætt, Árni Böðvarsson ritstýrði (Reykjavík: Mál og menning, 1996), 32.
Næstu tilvísanir: Íslensk orðabók, 32.
Íslensk orðabók: M-Ö. 3. útgáfa, aukin og endurbætt. Mörður Árnason ritstýrði. Reykjavík: Edda, 2002.
Fyrsta tilvísun: Íslensk orðabók: M-Ö, 3. útgáfa, aukin og endurbætt, Mörður Árnason ritstýrði (Reykjavík: Edda, 2002), „Ráðhygginn“.
Næstu tilvísanir: Íslensk orðabók, „Ráðhygginn“.
Íslenska alfræðiorðabókin. Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir ritstýrðu. Reykjavík: Örn og Örlygur, 1990.
Fyrsta tilvísun: Íslenska alfræðiorðabókin, Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir ritstýrðu (Reykjavík: Örn og Örlygur, 1990), „Turtildúfa.“
Næstu tilvísanir: Íslenska alfræðiorðabókin, „Turtildúfa.“
Sigurður Þórarinsson. „Sambúð lands og lýðs í ellefu aldir.“ Í Saga Íslands I, ritstýrt af Sigurði Líndal, 27-97. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag – Sögufélagið, 1974.
Fyrsta tilvísun: Sigurður Þórarinsson, „Sambúð lands og lýðs í ellefu aldir,“ í Saga Íslands I, ritstj. Sigurður Líndal (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag – Sögufélagið, 1974), 32.
Næstu tilvísanir: Sigurður Þórarinsson, „Sambúð lands og lýðs“, 32.
Tímarit og tímaritsgreinar af vefnum:
Höfundur. „Titill greinar.“ Titill tímarits árgangur, nr. tölublað (ár): blaðsíðutal.
Hilmar Snorrason. „Gömlu skipin.“ Sjómannablaðið Víkingur 71, nr. 3 (2009): 25-27.
Fyrsta tilvísun: Hilmar Snorrason, „Gömlu skipin“, Sjómannablaðið Víkingur 71, nr. 3 (2009): 25.
Næstu tilvísanir: Hilmar Snorrason, „Gömlu skipin“, 25.
Athugið að í heimildaskrá er heildarblaðsíðutal greinarinnar gefið upp, en í tilvísunum eingöngu sú síða sem er vísað til.
„Gíraffinn dularfulli: Hjartað kemur vísindamönnum í opna skjöldu.“ Lifandi vísindi 23, nr. 1 (2010): 19-25.
Fyrsta tilvísun: „Gíraffinn dularfulli: Hjartað kemur vísindamönnum í opna skjöldu,“ Lifandi vísindi 23, nr. 1 (2010): 22.
Næstu tilvísanir: „Gíraffinn dularfulli,“ 22.
Halldór Jónsson. „Neyðarkall á 182 metrum.“ Sjómannablaðið Víkingur 1, nr. 1 (1939): 12.
Fyrsta tilvísun: Halldór Jónsson, „Neyðarkall á 182 metrum,“ Sjómannablaðið Víkingur 1, nr. 1 (1939): 12.
Næstu tilvísanir: Halldór Jónsson, „Neyðarkall á 182 metrum,“ 12.
(Greinin er sótt af timarit.is http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4224833&issId=288338&lang=is, en af því að hún er skönnuð inn og því nákvæmlega eins og prentaða útgáfan, er hún skráð í heimildaskrá eins og um tímaritið sjálft væri að ræða)
Höfundur. „Titill greinar.“ Titill tímarits, dagsetning.
Greinar í veftímaritum eru skráðar á sama hátt og í prentuðum tímaritum, að viðbættri dagsetningu sem greinin er sótt og vefslóð, sjá dæmi.
Kristín Heiða Kristinsdóttir. „Ég er sterkari en ég hélt að ég væri.“ Morgunblaðið, 18. október, 2014.
Fyrsta tilvísun: Kristín Heiða Kristinsdóttir, „Ég er sterkari en ég hélt að ég væri,“ Morgunblaðið, 18. október, 2014.
Næstu tilvísanir: Kristín Heiða Kristinsdóttir, „Ég er sterkari en ég hélt að ég væri,“ 18. október, 2014.
S.H.Á. „Sigið nú 40 metrar.“ Fréttablaðið, 28. október, 2014.
Fyrsta tilvísun: S.H.Á. „Sigið nú 40 metrar,“ Fréttablaðið, 28. október, 2014.
Næstu tilvísanir: S.H.Á. „Sigið nú 40 metrar,“ 28. október, 2014.
[email protected] [nafns ekki getið]. „Strætó fær tuttugu nýja strætisvagna.“ Fréttablaðið, 28. október, 2014.
Fyrsta tilvísun: [email protected] [nafns ekki getið], „Strætó fær tuttugu nýja strætisvagna,“ Fréttablaðið, 28. október, 2014.
Næstu tilvísanir: [email protected] [nafns ekki getið], „Strætó fær tuttugu nýja strætisvagna,“ 28. október, 2014.
„Fiskneysla eykst í heiminum.“ Morgunblaðið, 28. október, 2014.
Fyrsta tilvísun: „Fiskneysla eykst í heiminum,“ Morgunblaðið, 28. október, 2014.
Næstu tilvísanir: „Fiskneysla eykst í heiminum,“ 28. október, 2014.
Höfundur. „Titill greinar.“ Titill dagblaðs. Dagsetning. Sótt dagsetning. http://www._______
Auður Albertsdóttir. „Aukinn áhugi á ferðum til Vesturheims.“ Mbl.is, 28. október, 2014. Sótt 30. október. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/10/28/aukinn_ahugi_a_vesturheimsferdum/
Fyrsta tilvísun: Auður Albertsdóttir, „Aukinn áhugi á ferðum til Vesturheims,“ Mbl.is. 28. október, 2014, sótt 30. október http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/10/28/aukinn_ahugi_a_vesturheimsferdum/
Næstu tilvísanir: Auður Albertsdóttir, „Aukinn áhugi á ferðum til Vesturheims,“ 28. október, 2014.
„Halloween svíkur aldrei.“ Kvikmyndir.is, 13. október, 2022. Sótt 24. október 2022. https://kvikmyndir.is/halloween-svikur-aldrei/
Fyrsta tilvísun: „Halloween svíkur aldrei,“ Kvikmyndir.is, 13. október, 2022, sótt 24. október 2022. https://kvikmyndir.is/halloween-svikur-aldrei/
Næstu tilvísanir: „Halloween svíkur aldrei,“ 13. október, 2022.
Athugið að stundum ber rafrænt form heimildarinnar sérstakt nafn, samanber Morgunblaðið og mbl.is og þá kemur það heiti fyrir framan slóðina.
Charlotte Beach. „The Visual Identity for Pride Amsterdam 2022 is All About (Gender) Fluidity.“ Print 19. október, 2022. Sótt 21. október 2022. https://www.printmag.com/branding-identity-design/pride-amsterdam/
Fyrsta tilvísun: Charlotte Beach, „The Visual Identity for Pride Amsterdam 2022 is All About (Gender) Fluidity,“ Print 19. október, 2022, sótt 21. október 2022, https://www.printmag.com/branding-identity-design/pride-amsterdam/
Næstu tilvísanir: Charlotte Beach. „The Visual Identity for Pride Amsterdam 2022 is All About (Gender) Fluidity,“ 19. október, 2022.