fbpx
en
Menu
en

Innsýn í námið

Þar sem hlutirnir verða til

Nám í bygg­inga­greinum er sérnám sem leiðir til starfs­rétt­inda og einnig er hægt að velja leiðir að háskóla­stigi. Sérnám í ein­stökum greinum tekur að jafnaði 2,5 ár auk 1,5 árs starfs­tíma hjá meistara:

  • Húsasmíði
  • Húsgagnasmíði
  • Málun
  • Múraraiðn
  • Pípulagnir
  • Veggfóðrun og dúkalögn

Hægt er að bæta við meist­ara­námi eða stúd­ents­prófi sem veitir rétt­indi til að hefja nám á háskóla­stigi.

Tækniteiknun er hag­nýtt nám þar sem nem­endur læra á helstu forrit sem notuð eru til mann­virkja­hönn­unar.

Hús­gagna­bólstrun er fjöl­breytt hand­verksnám sem snertir marga fleti bygg­ingariðnaðarins.

Náms­brautir

Náms­samn­ingur

Ný reglugerð um vinnustaðanám tók gildi 1. ágúst 2021. Vinnustaðanám er hluti af náms­skipu­lagi þeirra nem­enda sem hófu nám á haustönn 2021. Frá þeim tíma sjá fram­halds­skólar um gerð og staðfest­ingu vinnustaðanáms­samn­inga og hafa eft­irlit með þeim. Nem­endur sem hefja vinnustaðanám eftir gildis­töku reglugerðarinnar vinna sam­kvæmt fer­ilbók sem gefin er út af Mennta­mál­stofnun.

Nem­endur Tækni­skólans sem hófu nám fyrir gildistöku reglugerðarinnar 1. ágúst 2021 og óska eftir að fara hefja vinnustaðanám sækja um á innritunarvef Byggingatækniskólans.

Sveins­próf í bygg­inga- og mann­virkja­greinum eru haldin a.m.k. einu sinni á ári ef næg þátt­taka næst.

Umsókn um töku sveinsprófs – pdf

Velkomin

Vel­komin í Bygg­inga­tækni­skólann

Gunnar Kjartansson

Iðnnám sem gott er að byggja á.

- Kveðja frá skólastjóra

Nám í bygg­ingariðnaði er án vafa einn af bestu náms­kost­unum. Sér­námið leiðir til starfs­rétt­inda og hægt er að velja margar leiðir inn á háskóla­stigið.
Hægt er að ljúka námi af öllum brautum Bygg­inga­tækni­skólans, nema tækni­teiknun, með sveins­prófi sem eru starfs­rétt­indi í grein­inni og réttur til að taka iðnmeist­ara­próf.

Vertu vel­komin/​nn í námið og til starfa í bygg­ingariðnaði.

Gunnar Kjartansson

  • Skólastjóri Byggingatækniskólans
  • gkj@tskoli.is
  • s. 514 9101

FAQ

Spurt og svarað

Hvernig fæ ég sveinspróf?

Þegar þú hefur lokið bók­lega náminu á þeirri braut sem þú ert á og starfs­samn­ingi hjá meistara sækir þú um sveins­próf hjá Iðunni.

Iðan – sveinspróf í byggingagreinum.

Hvernig kemst ég á námssamning?

Hér má sjá upp­lýs­ingar um vinnustaðanám og fer­ilbók.

Hvað kostar námið?

Sjá upp­lýs­ingar um skóla­gjöld í gjaldskrá Tækni­skólans.

Er hægt að ljúka stúdentsprófi með náminu?

Hægt er að bæta við sig áföngum af nátt­úrufræðibraut til að klára stúd­ents­próf frá Bygg­inga­tækni­skól­anum. Nem­andi þarf að skrá sig í viðbót­arnám hjá skóla­stjóra sínum eða námsráðgjafa.

Ég er með stúdentspróf, fæ ég það metið og hvað er námið þá langt?

Þú færð almennar greinar metnar og því styttist námið um u.þ.b. eina önn.

Spurn­ingar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!