fbpx
Menu

Fréttir

31. ágúst 2017

Hand­verks­skólinn – útskrift­ar­sýning

Handverksskólinn – útskriftarsýning

Glæsileg sýning sem lofar góðu um íslenska fataiðnað.

Margt var um manninn á sýn­ingu útskrift­ar­nema fataiðnbrautar Tækni­skólans.
Í fal­legum sal á Laug­ar­veg­inum var mikið af fal­legu hand­verki en tíu nemar stóðu að sýn­ing­unni og greinileg var mikil fjöl­breytni og sköp­un­ar­gáfa nem­anna naut sín í verk­unum sem þarna voru sýnd.

Jakkaföt, kjólar af ýmsum toga, sníðagerð, tísku­teikn­ingar og margt annað spenn­andi var að finna ásamt því að fatnaður nemana sem stóðu að sýn­ing­unni var hannaður og unnin af þeim sjálfum.

Þetta var í annað sinn sem svona útskrift­ar­sýning er haldin af fataiðnbraut skólans og var hún ein­stak­lega vel heppnuð þannig að ljóst er að fleiri slíkar sýn­ingar verða á næstu miss­erum.  jakkaföt, kjólar af ýmsum toga, sníðagerð, tísku­teikn­ingar og margt annað spenn­andi.