Menu

Náms- og starfsráðgjöf

Fátt mannlegt er námsráðgjafanum óviðkomandi. Hann ber virðingu fyrir þér sem persónu og hlustar af athygli. Hann segir þér ekki hvað þú átt að gera en aðstoðar þig við að finna þínar leiðir úr vandanum.
Markmið ráðgjafarinnar er að veita þjónustu í málum sem tengjast persónulegum högum, námi og náms- og starfsvali.

Námsráðgjafar

Opnir viðtalstímar:

Anna Ósk Ómarsdóttir – mánu- og fimmtudaga kl. 13 – 15.
Aðra daga kl. 9 – 11 í stofu 217 Skólavörðuholti.

Inga Jóna Þórsdóttir – mánudaga kl. 13 – 15 og miðvikudaga kl. 9 – 12 og 13 -15 í stofu 216 Skólavörðuholti.
Þriðjudaga og föstudaga kl. 9 – 11 og fimmtudaga kl. 13 – 15 skrifstofa 2. hæð í Hafnarfirði.

Sigurjóna Jónsdóttir – mánudaga kl. 10 -12 og miðvikudaga kl. 9- 12 skrifstofa 4. hæð Háteigsvegi.
Þriðjudaga kl. 9 – 12 og fimmtu- og föstudaga  kl. 10- 12 í stofu 216 Skólavörðuholti.

Þórdís Guðmundsdóttir – mánudaga og þriðjudaga kl. 13 – 15 og fimmtu- og föstudaga kl. 9 -11 í stofu 215 Skólavörðuholti.
Miðvikudaga kl. 9 – 11 stofu 622 í Vörðuskóla.

NÁMSRÁÐGJAFAR – upplýsingar á starfsmannasíðu Tækniskólans.

Námstækni

Námstækni getur hjálpað þér að tileinka þér árangursríkar aðferðir til að bæta árangur þinn í námi. Mikilvægt er að þú setjir þér skýr markmið og endurskoðir þau reglulega til að sjá hvernig hefur gengið.

Góð námstækni felur í sér þætti eins og tímaskipulag, lífsvenjur, lestrar- og glósutækni, prófundirbúning og jákvætt hugarfar.

Hér getur þú kynnt þér námstækni: http://vefir.nams.is/namstaekni/
Hér eru gagnlegar krækjur sem tengjast stærðfræði: http://rasmus.is og http://khanacademy.com

Áhugasviðskannanir

Á Íslandi eru notaðar nokkrar áhugasviðskannanir. Má þar nefna Strong, “Í leit að starfi” og Bendil.

Í Tækniskólanum notum við Bendil sem er rafræn og þægileg í notkun og hefur hún verið stöðluð í takt við íslenskan veruleika. Nánar: www.bendill.is

Í áhugasviðskönnunum er verið að meta á hvaða sviðum starfsáhugi fólks liggur. Áhugakannanir nýtast líka vel í sjálfkönnun sem er mikilvægur hluti af náms- og starfsvali einstaklings.

Nám erlendis

Þú getur leitað til námsráðgjafa ef þú hefur áhuga á að stunda nám erlendis.

Taka hluta af náminu í útlöndum

Á hverju ári sendir Tækniskólinn nemendur og kennara til annarra landa til að taka þátt í verkefnum og námskeiðum eða í starfsþjálfun tengda námi þeirra í Tækniskólanum. Ávinningur erlendra samskipta er að öðlast skilning í faginu á alþjóðlegum grunni og betri sýn á þau tækifæri sem bjóðast í tengslum við það.

Um alþjóða samskipti skólans

Ferilskrá (CV)

Þegar sótt er um skóla og atvinnu er nauðsynlegt að gera vandaða ferilskrá. Vel unnin ferilskrá eykur líkur á að þú komist í skóla eða í þá vinnu sem sótt er um. Ferilskrána ætti að uppfæra eftir því sem árin líða. Hér er form sem nota má til þess að setja upp skýra ferilskrá: https://www.erasmusplus.is/menntun/stodverkefni/europass/ferilskra/

Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!