en
Menu
en

Hlut­verk nám­sversins er að þjón­usta nem­endur og veita þeim sem þess þurfa aðstoð í námi. Í nám­sveri getur þú fengið aðstoð við próf­töku og stuðning við heimanám sem og almenna aðstoð í grunn­greinum. Einnig er hægt að leita til nám­svers við verk­efna- og ritgerðarsmíð.

 

Kennarar

Hanna Bjartmars, Ragnhildur Blöndal og Margrét Lóa sjá um kennslu og hafa umsjón með nám­sveri skólans.

 

Staðsetning

Nám­sverin eru staðsett á bóka­safninu á fimmtu hæð á Skólavörðuholti, í nem­enda­vinnu­her­bergi á fjórðu hæð á Háteigs­vegi og í Hafnarfirði er nám­sverið staðsett á bóka­safni á ann­arri hæð.

Hér að neðan má sjá opn­un­ar­tíma í nám­sverinu í hverri bygg­ingu.

Skólavörðuholt

Hanna Bjart­mars og Mar­grét Lóa sjá um kennslu í nám­sverinu á Skólavörðuholti.

Háteigsvegur

Hanna Bjart­mars, Mar­grét Lóa og Ragn­hildur Blöndal sjá um kennslu í nám­sverinu á Háteigs­vegi.

Hafnarfjörður

Ragn­hildur Blöndal og Mar­grét Lóa sjá um kennslu í nám­sverinu í Hafnarfirði.