fbpx
Menu

Nem­enda­sam­band Tækni­skólans er í dag­legu tali kallað NST. NST eru regn­hlíf­ar­samtök sem halda utan um félags­starf og hags­munamál nem­enda.

Hér er hægt að skoða viðburði framundan og þú getur líka boðið þig fram í ákveðin verkefni – við erum alltaf að leita að nem­endum í alls konar störf.

NST heldur úti eigin vefsíðu og má finna á InstagramDiscord og Facebook! Öll velkomin að taka þátt

Á þessari síðu eru nánari upplýsingar um NST t.d. miðstjórn NST, klúbbana okkar, nefndir og nemendafélög.

Background text

Um Nemendasambandið

Miðstjórn Nemendasambandsins

Miðstjórn NST hefur yfirumsjón með öllu félagsstarfi t.d. viðburðum eins og árshátíðarviku og söng­keppninni Átótjúne. NST passar líka upp á réttindi og hagsmuni nemenda. Innan NST starfa skólafélög, nefndir og klúbbar.

 

Miðstjórn NST

Merki NST á nemendapeysu.Eva Karen Jóhannsdóttir, forseti

Davíð Örn Arnarsson, varaforseti

Jómundur Atli Bjarnason, gjaldkeri

Andri Þór Ólafsson, meðstjórnandi

Æsa Margrét Sigurjónsdóttir, meðstjórnandi

Victoría Önnudóttir, meðstjórnandi

Ngoan Anna Gisela Kummer, meðstjórnandi

Fulltrúi nýnema, verður kosinn af nýnemum í september

Númi Hrafn Baldursson, fulltrúi Eniac

 

Innan Nemendasambandsins NST starfa síðan nefndir, nemendafélög og klúbbar. Þessi félög starfa sjálfstætt en í samvinnu við miðstjórn NST að bættu félagslífi nemenda Tækniskólans.

Klúbbar NST

Allir nemendur í Tækniskólanum geta stofnað klúbb. Stjórn NST aðstoðar t.d. að finna aðstöðu í skólanum, fá spil og þess háttar. NST styrkir klúbba jafnvel ef fjármagn leyfir. 

 

Klúbbakvöld Eniac  ♥️ Öll velkomin ♥️

ENIAC, skólafélagið á Háteigsvegi, heldur klúbba­kvöld þar sem klúbbar skólans hittast á sama tíma. Alla miðvikudaga kl. 17:00 á Háteigsveginema þegar það er ekki skóli (s.s. á námsmatsdögum). Klúbbar vikunnar eru auglýstir á Discord server ENIAC – fylgstu með þar!

 

Klúbbar skólaárið 2024–2025

  • Tónlistarklúbbur
  • Anime klúbbur
  • Leikjaklúbbur
  • Furry klúbbur
  • Super Smash Bros klúbbur
  • Debate klúbbur
  • D&D klúbbar
  • Og fleiri…

Endilega fylgstu með á Discord!

Mars – Leikfélag Tækniskólans

Leikfélagið Mars stendur fyrir leik­list­ar­nám­skeiði og leik­sýn­ingu á ári hverju. 

Heiður – Hinsegin félag Tækniskólans

Progress Pride Flag 2021Heiður er félag hinsegin nemenda í Tækniskólanum. Félagið er hagsmuna- og skemmtifélag og sér meðal annars um hittinga og viðburði í öruggu umhverfi. Fylgdu félaginu á Instagram eða haft samband með tölvupósti ef spurningar vakna. 

 

Stjórn félagsins skipa:

Helgi Gröndal Victorsson – Hann/hán/þau
Daníel Ingi Eyjólfsson –  

LNT – LANnefnd Tækniskólans

LNT skipu­leggur LAN Tækni­skólans sem fer fram einu sinni á önn, ýmist í matsal skólans við Skólavörðuholt eða í íþrótta­húsinu við Digranes.

 

 

FRÍS - Rafíþróttalið Tækniskólans

FRÍS, eða Framhaldsskólaleikar RÍSÍ, er rafíþróttakeppni íslenskra framhaldsskóla sem haldin var í fyrsta sinn vorið 2021. Tækniskólinn er tvöfaldur sig­ur­vegari í FRÍS og stóð uppi sem sigurvegari árin 2021 og 2022. Lið skólans komst í undanúrslit í Framhaldsskólaleikunum 2023 en keppnin er haldin á vorönn.

Æfingar eru í umsjón Vig­fúsar Karls Steins­sonar en lið skólans æfir reglu­lega og hittist á viku­legum fundum.