ENIAC, skólafélagið á Háteigsvegi, heldur klúbbakvöld þar sem klúbbar skólans hittast á sama tíma. Alla miðvikudaga kl. 17:00 á Skólavörðuholti – nema þegar það er ekki skóli (s.s. á námsmatsdögum). Klúbbar vikunnar eru auglýstir á Discord server ENIAC – fylgstu með þar! Allir nemendur í Tækniskólanum geta stofnað klúbb! Ef þig langar að stofna klúbb, sendu stjórn ENIAC skilaboð á: Discord server ENIAC og Instagram ENIAC. Stjórn ENIAC aðstoðar t.d. að finna aðstöðu í skólanum, fá spil eða allt sem þarf til klúbbastarfsins.
Nemendasamband Tækniskólans er í daglegu tali kallað NST. NST eru regnhlífarsamtök sem halda utan um félagsstarf og hagsmunamál nemenda.
