Menu

Nem­enda­sam­band Tækni­skólans er í dag­legu tali kallað NST. NST eru regn­hlíf­ar­samtök sem halda utan um félags­starf og hags­munamál nem­enda.

NST heldur úti eigin vefsíðu og má finna á InstagramDiscord og Facebook! Öll velkomin að taka þátt

Á þessari síðu eru nánari upplýsingar um skólaböll.

Background text

Dans, dans, dans!

Böll í miðri viku - gæsla á staðnum

Skóla­böll eru haldin tvisvar til þrisvar á önn. Böll eru alltaf í miðri viku frá kl. 22:00–01:00. Nem­endur komast ekki  inn á ballið eftir kl. 23:00. Nem­endur sem mæta á ballið fá frí í fyrstu kennslu­stund daginn eftir. Ásamt starfs­fólki skólans aðkeypt örygg­is­gæsla á ballinu sem leitar á nem­endum við inn­gang.  Þar að auki er sjúkra­her­bergi með heil­brigðisstarfs­fólki.

Miðasala - mættu með skilríki!

Miðasala á skemmt­anir félagsins er aug­lýst með tölvu­pósti á INNU, á heimasíðu Tækni­skólans og sam­fé­lagsmiðlum Nem­enda­sam­bandsins NST. Ekki er hægt að kaupa miða við inn­ganginn því miðasala fer fram á netinu. Nem­endur þurfa að sýna miða og skil­ríki við inn­ganginn.

Gestir á böll

Við höldum nákvæma skrá yfir öll sem kaupa miða. Hver nem­andi getur keypt miða fyrir einn gest en gest­inum þurfa að fylgja upp­lýs­ingar s.s. nafn, kennitala og síma­númer for­eldra og forráðamanna. Nem­endur bera ábyrgð á gest­inum sem þeir kaupa miða fyrir. Ef gest­urinn fer ekki eftir settum reglum  á skemmtun fær gest­gjafi ekki bjóða neinum með sér á næsta dans­leik. Það er ekki hægt að tryggja það að aðrir en nem­endur Tækni­skólans geti keypt miða á skemmt­anir – nem­endur Tæknó ganga fyrir.

Ofbeldi með öllu ólíðandi

Á viðburðum NST er allt ofbeldi ólíðandi. Það þýðir EKKERT umburðarlyndi fyrir t.d. móðgandi eða sær­andi athuga­semdum um útlit fólks, hómó­fóbíu eða kynþátta­for­dómum. Öll hegðun og áreitni sem skapar ógn­vekj­andi eða fjand­sam­legt umhverfi verður ekki liðin.

Ölvun ógildir miðann

NST mælir með því að þú upp­lifir lífið edrú. Það eru engir gallar við að vera edrú, bara kostir. Það má heldur ekki neyta áfengis eða annarra vímugjafa á viðburðum skólans og ölvun ógildir miða á skemmt­anir. Slepptu öllu ölæði og taktu meðvitaða ákvörðun um að vera án vímu­efna ♠  

 

Uppvís að drykkju á dansleik

Starfs­menn skólans bjóða öllum sem mæta á böll að blása í áfeng­is­mæli. Allsgáðir heppnir nem­endur Tækni­skólans verða síðar dregnir úr edrúpottinum og geta unnið til verðlauna. Ef nem­andi er grunaður um drykkju á dans­leik getur hann afsannað það með því að blása í áfeng­is­mæli. Ef ölvun mælist eða nem­andi neitar að blása er hringt í forráðamenn sé hann yngri en 18 ára og þeim gert að sækja hann.

Nikótín? Nei! Við höldum því og hendum því.

Einnig er vert að nefna að á ballinu er ekki leyfi­legt að koma inn með tóbak, nikó­tínpúða eða rafrettur. Allur óheimill varn­ingur verður gerður upp­tækur og honum fargað. Alvar­legri málum, t.d. meðferð ólög­legra fíkni­efna, verður vísað til lög­reglu.

Passið vel upp á verðmæti

Skólinn tekur ekki ábyrgð á eigum nem­enda í tengslum við dans­leiki skólans. Örygg­is­gæsla leitar á öllum nem­endum við inn­ganginn. Nem­endur bera sjálfir ábyrgð á eigum sínum þegar þeir mæta á dans­leik. Nem­enda­fé­lagið og starfs­menn skólans gera sitt besta til að halda utan um óskilamuni sem gæslan kemur áleiðis en skólinn tekur ekki ábyrgð á óskilamunum og  munum sem glatast.