fbpx
Menu

Fréttir

28. maí 2018

38 flug­menn frá Flug­skóla Íslands á leið út í atvinnu­lífið

38 flugmenn frá Flugskóla Íslands á leið út í atvinnulífið

38 atvinnuflug­menn voru útskrifaðir úr Flug­skóla Íslands við hátíðlega útskrift­ar­at­höfn Tækni­skólans föstu­daginn 25. maí 2018. Þar af voru 26 karlar og 12 konur.

Dúx skólans heitir Alex Uni Torfason. er vest­ur­bæ­ingur sem lærði í Tækni­skól­anum og kláraði einka­flug­manns­próf árið 2015. Alex Uni útskrifaðist með 97 í loka­ein­kunn úr 14 greinum og fékk viðurkenn­ingar og verðlaun frá Flug­skóla Íslands ásamt Icelandair, WOW air, Air Atlanta,Air Ice­land Connect og Nor­landair.

Tveir nem­endur voru jafnir með næst­hæstu ein­kunn, 95 en það voru þau Jon Emil Wess­mann og Rakel Ýr Ólafs­dóttir. Þau fengu bæði viðurkenn­ingu frá Flug­skóla Íslands og Air Ice­land connect.