28. maí 2018
38 flugmenn frá Flugskóla Íslands á leið út í atvinnulífið
38 atvinnuflugmenn voru útskrifaðir úr Flugskóla Íslands við hátíðlega útskriftarathöfn Tækniskólans föstudaginn 25. maí 2018. Þar af voru 26 karlar og 12 konur.
Dúx skólans heitir Alex Uni Torfason. er vesturbæingur sem lærði í Tækniskólanum og kláraði einkaflugmannspróf árið 2015. Alex Uni útskrifaðist með 97 í lokaeinkunn úr 14 greinum og fékk viðurkenningar og verðlaun frá Flugskóla Íslands ásamt Icelandair, WOW air, Air Atlanta,Air Iceland Connect og Norlandair.
Tveir nemendur voru jafnir með næsthæstu einkunn, 95 en það voru þau Jon Emil Wessmann og Rakel Ýr Ólafsdóttir. Þau fengu bæði viðurkenningu frá Flugskóla Íslands og Air Iceland connect.