Menu

Fréttir

02. júní 2025

Aðalfundur Tækniskólans

Aðalfundur Tækniskólans verður haldinn í hátíðarsal skólans á Háteigsvegi miðvikudaginn 11. júní kl. 14:00.

Fundurinn er öllum opinn en við biðjum þau sem hyggjast mæta vinsamlegast um að skrá sig.

 

Dagskrá

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  1. Skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra um hag félagsins, starfsemi þess undanfarið ár og fyrirætlanir um komandi tíma.
  2. Ársreikningar 2024 lagðir fram til samþykktar ásamt áliti endurskoðanda
  3. Meðferð hagnaðar/taps 2024
  4. Kjör stjórnar
  5. Kjör endurskoðanda
  6. Greiðslur til stjórnarmanna og endurskoðanda
  7. Nýr Tækniskóli – kynning framkvæmdastjóra Skólastrætis
  8. Önnur mál