fbpx
Menu

Fréttir

07. janúar 2022

Áhugavert Evrópusamstarf

Tékklandsferð

Vet­urinn 2021–2022 eru K2: Tækni- og vís­inda­braut og Raf­tækni­skólinn þátt­tak­endur í áhugaverðu Evr­ópu­sam­starfi með Střední škola průmyslová, technická a automobilní Jihlava í Jihlava í Tékklandi sem er um 50 þúsund íbúa bær í 140 kíló­metra suðaustur af höfuðborg­inni Prag. Heiti verk­efn­isins er „Comp­arison of Energy Potential of Ice­land and the Czech Repu­blic“ og er leitast við að skoða og bera saman orkumál beggja land­anna með áherslu á græna orku og sjálf­bærni.

Tólf nem­endur taka þátt í verk­efninu og átta kenn­arar og er það að fullu styrkt af EEA Grants. Íslenski hóp­urinn heim­sótti Jihlava í tvær vikur í nóv­ember og skoðaði meðal annars kjarn­orkuver, kola­námu og stálsmiðju. Áætlað er að tékk­nesku nem­end­urnir komi til Íslands í sam­bæri­lega heim­sókn núna á vor­mánuðum 2022.

Střední škola průmyslová, technická a automobilní Jihlava er tækni­skóli með um 1200 nem­endur og sá stærsti sinnar teg­undar í lands­hlut­anum.