fbpx
Menu

Fréttir

17. desember 2020

Lið Tækniskólans í 2. sæti í MEMA 2020

Það hefur verið frábært að fylgjast með þátttöku nemenda Tækniskólans í Menntamaskínu – MEMA þetta árið. Alls sendu sjö lið frá skólanum inn hugmyndir og komust tvö þeirra í fimm liða úrslit. Allir þeir nemendur sem kepptu fyrir hönd skólans stunda nám á hönnunar- og nýsköpunarbraut.

 

Neyðarhnappurinn Björg í 2. sæti

Kveikjan að verkefninu var aukin umræða um ofbeldi á tímum COVID-19. Framlag liðsins var því neyðarhnappur fyrir þolendur ofbeldis og á hnappurinn að stuðla að auknu öryggi einstaklinga sem búa við slíkt ástand.

Liðið samanstóð af þeim Magdalenu Sigurðardóttur, Rögnu Brekkan, Rakel Eyjólfsdóttur og Roswithu Sigurósk.

 

Plastrás í úrslit

Verkefnið Plastrás komst í fimm liða úrslit en er þetta  nýsköpunarmiðstöð sem hefur það að leiðarljósi að auka endurvinnslu plasts á Íslandi.

Liðið samanstóð af þeim Helenu Ósk Kristjánsdóttur, Elizabeth Diez, Alexöndru Sól Anderson og Kristínu Joy Víðisdóttur.

 

Eiga allir nem­end­ur sem tóku þátt ásamt liðstjóra þeirra mikið hrós skilið og óskum við þeim innilega til hamingju með þennan frábæra árangur!