Lið Tækniskólans í 2. sæti í MEMA 2020
Það hefur verið frábært að fylgjast með þátttöku nemenda Tækniskólans í Menntamaskínu – MEMA þetta árið. Alls sendu sjö lið frá skólanum inn hugmyndir og komust tvö þeirra í fimm liða úrslit. Allir þeir nemendur sem kepptu fyrir hönd skólans stunda nám á hönnunar- og nýsköpunarbraut.





Neyðarhnappurinn Björg í 2. sæti
Kveikjan að verkefninu var aukin umræða um ofbeldi á tímum COVID-19. Framlag liðsins var því neyðarhnappur fyrir þolendur ofbeldis og á hnappurinn að stuðla að auknu öryggi einstaklinga sem búa við slíkt ástand.
Liðið samanstóð af þeim Magdalenu Sigurðardóttur, Rögnu Brekkan, Rakel Eyjólfsdóttur og Roswithu Sigurósk.
Plastrás í úrslit
Verkefnið Plastrás komst í fimm liða úrslit en er þetta nýsköpunarmiðstöð sem hefur það að leiðarljósi að auka endurvinnslu plasts á Íslandi.
Liðið samanstóð af þeim Helenu Ósk Kristjánsdóttur, Elizabeth Diez, Alexöndru Sól Anderson og Kristínu Joy Víðisdóttur.
Eiga allir nemendur sem tóku þátt ásamt liðstjóra þeirra mikið hrós skilið og óskum við þeim innilega til hamingju með þennan frábæra árangur!