fbpx
Menu

Fréttir

16. janúar 2019

Auglýst eftir liðsmönnum í Morfís lið Tækniskólans

Auglýst eftir liðsmönnum í Morfís lið Tækniskólans

Morfís-nefnd Tækniskólans auglýsir eftir áhugasömum þátttakendum í Morfís lið skólans. Ræðunámskeið fer fram 14. og 15. janúar kl. 19:30 í stofu S400 á Skólavörðuholti.

Inntökupróf fyrir Morfís lið Tækniskólans fer svo fram fimmtudaginn 17. janúar kl. 18:00 í stofu S400.
Skráning í inntökuprófið er hafin og eru allir áhugasamir hvattir til að skrá sig.
Eftir skráningu fá þátttakendur efni sent og velja sjálf hvort þau vilja vera með eða á móti og semja ræðu.
Þátttakendur halda 2-3 mín ræðu í prufunni.
Dómarar líta á flutning, innihald efnis og uppbyggingu ræðu.

Nánari upplýsingar veitir Huginn Þór, formaður Morfís-nefndar í gegnum e-mail, [email protected] eða í síma 8579950

Fyrsta keppni Tækniskólans í Morfís fer fram 25. janúar og mætir liðið Borgarholtsskóla á útivelli.