fbpx
Menu

Fréttir

20. nóvember 2018

Bréf til bjargar lífi

Bréf til bjargar lífi

Tækniskólinn og NST taka þátt í stærsta árlega viðburði Amnesty International, Bréf til bjargar lífi.

Verkefnið felur í sér að fjöldi skrifar fólks nafn sitt á bréf og kort til stjórnvalda sem brjóta mannréttindi og krefst réttlætis í þágu þolenda brotanna. Samtímis munu hundruð þúsunda einstaklinga víða um heim gera slíkt hið sama.
Bréfin bera árangur. Þau bjarga lífi því þó stjórnvöld eigi auðvelt með að hunsa eitt bréf er erfitt að líta undan þegar milljónir slíkra bréfa berast alls staðar að úr heiminum. Á hverju ári verðum við líka vitni að raunverulegum breytingum í lífi þeirra sem beittir eru grófum órétti og við berjumst fyrir. Við höfum leyst fjölda samviskufanga úr fangelsi, pyndarar hafa verið látnir svara til saka, fangar á dauðadeild verið náðaðir og ómannúðlegri löggjöf breytt, svo dæmi séu tekin. Á síðasta ári urðu jákvæðar breytingar í 7 af þeim 10 málum einstaklinga sem við kröfðumst réttlætis fyrir í Bréf til bjargar lífi.

Að þessu sinni er sjónum beint að tíu málum kvenna sem brotið hefur verið á og gefst fólki tækifæri til að skrifa undir aðgerðakort til stjórnvalda sem og skrifa stuðningskveðjur til einstaklinganna sjálfra. Málin eru ýmiss eðlis en öll snúa þau að konum sem hafa látið til sín taka í baráttunni fyrir betri heimi.

Nemendur, starfsmenn og allir aðrir eru kvattir til að kynna sér málin og safna undirskriftum á vefsíðunni vef Íslandsdeildar Amnesty International.