fbpx
Menu

Fréttir

01. mars 2021

Brynja Lísa sigraði söngkeppni Tækniskólans

Brynja Lísa sigraði söngkeppni Tækniskólans

Brynja Lísa Þórisdóttir sigraði söngkeppni Tækniskólans sem fram fór fimmtudaginn 25. febrúar. Brynja Lísa er nemandi á hársnyrtibraut og hún flutti lagið Milkyway sem er frumsamið.

Alls voru 8 atriði í keppninni og voru þau hvert öðru betra.

Í öðru sæti hafnaði Guðrún Gígja Vilhjálmsdóttir, nemandi á tölvubraut, sem flutti lagið If I get high og í þriðja sæti var Daníel Steinar Kjartansson, nemandi í raftækni, sem flutti lagið Slow dancing in a burning room.

Hægt er að horfa á keppnina í heild sinni hér.

Brynja Lísa verður því fulltrúi Tækniskólans í söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fer á Akureyri 12. apríl.