01. mars 2021
Brynja Lísa sigraði söngkeppni Tækniskólans

Brynja Lísa Þórisdóttir sigraði söngkeppni Tækniskólans sem fram fór fimmtudaginn 25. febrúar. Brynja Lísa er nemandi á hársnyrtibraut og hún flutti lagið Milkyway sem er frumsamið.
Alls voru 8 atriði í keppninni og voru þau hvert öðru betra.
Í öðru sæti hafnaði Guðrún Gígja Vilhjálmsdóttir, nemandi á tölvubraut, sem flutti lagið If I get high og í þriðja sæti var Daníel Steinar Kjartansson, nemandi í raftækni, sem flutti lagið Slow dancing in a burning room.
Hægt er að horfa á keppnina í heild sinni hér.
Brynja Lísa verður því fulltrúi Tækniskólans í söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fer á Akureyri 12. apríl.