fbpx
Menu

Fréttir

26. júní 2018

Ertu með viðmótið í lagi?

Ertu með viðmótið í lagi?

Við leitum að aðila sem hefur góða þekkingu og brennandi áhuga á vefþróun. Viðkomandi mun vera hluti af teymi sem vinnur að því að þróa framúrskarandi nám í vefþróun á Íslandi. Frábært tækifæri til þess að deila reynslu og þekkingu með áhugasömum nemendum í skemmtilegu og skapandi vinnuumhverfi.

Starfssvið

  • Kennsla í HTML og CSS
  • Utanumhald um sjálfstæð verkefni og lokaverkefni Vefskólans
  • Skipulag á kennslu í samstarfi við Tækniskólann
  • Skipulagning á námsefni, yfirferð á verkefnum og aðstoð við nemendur

Hæfniskröfur

  • Víðtæk þekking í viðmótsforritun
  • Framúrskarandi færni í að búa til skalanlegt viðmót með HTML og CSS
  • Þekking á: SASS, Git, CSS3, CSS Grid Layout, HTML5
  • Þekking á Agile-aðferðafræði er mikill kostur
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og skipulagshæfni
  • Áhuga og metnaður að þróa framúrskarandi nám í vefþróun
  • Gott auga fyrir útliti og viðmóti

Vefskólinn er hluti af Tækniskólanum og eru starfsstöðvar skólans við Háteigsveg. Nám við skólann hófst haustið 2015. Vefskólinn býður upp á sérhæfða námsleið í vefþróun með áherslu á viðmótsforritun, að loknu námi á framhaldsskólastigi. Námsleiðin er sérsniðin að þörfum atvinnulífsins og hefur fjöldi fyrirtækja í vefiðnaði tekið þátt í því að þróa námið og kenna nemendum Vefskólans. Rík áhersla á fjölbreytt verkefni í nánu samstarfi við atvinnulífið og nýsköpun á sviði veflausna.

Umsóknarfrestur er til 5. júlí nk. Senda skal umsókn og ferilskrá til Ragnhildar Guðjónsdóttur skólastjóra Vefskólans á [email protected]

Upp­lýs­ingar um starfið veitir Jónatan Arnar Örlygsson verkefnastjóri hjá Vefskólanum í síma 820 3236