Tækniskólinn á UT messu

Ferðalag til Mars með Tækniskólanum
Tækniskólinn mun taka virkan þátt í messunni – líkt og undanfarin ár.
Föstudagurinn er helgaður fyrirlestrum og það er svo opið fyrir almenning á laugardag öllum að kostnaðarlausu.
Nemendur og kennarar í Tækniskólanum verða í Norðurljósasal á laugardag og bjóða uppá ferð til Mars. Gestir eiga kost á því að stíga inní sýndarveruleikaheim með landslaginu á plánetunni Mars. Nemendur í ljósmyndun og grafiskri miðlun bjóða uppá myndatöku á Mars og gestir geta fengið að stýra vélmennum sem keppa í einskonar bardaga.
Framtíðarstofan á svæðinu
Framtíðarstofan 42 er einnig mætt á svæðið með allskyns græjur – en flest allt sem Tækniskólinn hefur uppá að bjóða var prentað, smíðað og/eða hannað þar.
Gestir fá að líta augum geimskutlu sem er meira en mannhæðarhá og allir fá minjagrip á meðan birgðir endast. Verið hjartanlega velkomin og kynnist námsframboði og vélbúnaði Tækniskólans.
Nemendur okkar keppa í netöryggi
Netöryggiskeppni ungmenna fer fram á UTmessunni um helgina. Eftir forkeppni voru 27 ungmenni valin í landskeppnina og þar af eru 6 nemendur Tækniskólans.
Byrjaðu hjá okkur og breyttu framtíðinni!