fbpx
Menu

Fréttir

21. september 2023

Fjölbreytileiki í fyrirrúmi

Á Tækniskóladeginum fengu nemendur skólans frábær tækifæri til þess að kynnast fjölbreyttu atvinnulífi landsins.

Tugir áhugaverðra fyrirlesara mættu í Tækniskólann og töluðu um hin ýmsu mál sem tengjast atvinnulífinu á einn eða annan hátt. Aukinheldur voru fjölmennir hópar sem voru þess aðnjótandi að fara í heimsókn til fyrirtækja og stofnanna.

Dagurinn var vel heppnaður og við hjá Tækniskólanum erum virkilega þakklát yfir viðtökunum. Það var ánægjulegt að sjá hvernig fyrirlesarar lögðu alúð í kynningar sýnar og hvað nemendur voru áhugasamir.

Bestu þakkir til allra sem að deginum komu!