Forritunarkeppni framhaldsskólanna
Háskólinn í Reykjavík hefur staðið fyrir Forritunarkeppni framhaldsskólanna í fjölmörg ár. Ásókn í keppnina hefur aukist ár frá ári og alls tóku 60 lið þátt í keppninni í ár sem er metfjöldi.
Keppninni er skipt í þrjár deildir eftir erfiðleikastigi. Delta er fyrir byrjendur, Beta er millistig og Alpha er fyrir þá sem skara fram úr.
Líkt og svo oft áður stóðu nemendur á tölvubraut Tækniskólans sig með glæsibrag í keppninni og höfnuðu í einhverju af þremur efstu sætunum í hverri deild.
Delta deild
1. sæti – Syberhobia
Keppendur voru Þórbergur Egill Yngvason, Artjom Pushkar og Kristinn Hrafn Daníelsson.
2. sæti – Við notum ekki Chat GPT
Keppendur voru Andri Þór Ólafsson, Davíð Bjarki Jóhönnuson og Sindri Freysson.
Beta deild
1. sæti – ZyzzBrahs
Keppendur voru Dagur Sigurðsson, Ívar Máni Hrannarsson og Þorgeir Atli Kárason.
3. sæti – non stultus
Keppendur voru Þórhallur Tryggvason, Guðmundur Freyr Gunnlaugsson og Jason Helgi Hallgrímsson.
Alpha deild
2. sæti – Netþjónar
Keppendur voru Sæbjörn Hilmir Garðarsson, Bjartur Sigurjónsson og Lúkas Máni Gíslason.
Við óskum nemendum Tækniskólans til hamingju með glæsilegan árangur.