Forritunarkeppni framhaldsskólanna
Háskólinn í Reykjavík hefur staðið fyrir Forritunarkeppni framhaldsskólanna í fjölmörg ár og hefur ásókn í keppnina aukist ár frá ári.
Keppnin í ár var haldin með rafrænum hætti laugardaginn 24. apríl og alls tóku 58 lið þátt og þar af 20 lið frá Tækniskólanum.
Nánari upplýsingar um keppnina má finna á síðu Háskólans í Reykjavík.
Keppendum skipt í þrjár deildir
Keppninni er skipt í þrjár deildir eftir erfiðleikastigi.
Delta er ætlað byrjendum eða þeim sem eru rétt farnir að kynnast forritun. Æskileg kunnátta er einföld strengjavinnsla, inntak, úttak, if setningar og einfaldar lykkjur.
Beta er millistig sem er ætlað til að brúa bilið á milli Delta og Alpha. Hér má búast við dæmum sem þarfnast flóknari útfærslu en í Delta, t.d. faldaðar lykkjur, flóknari strengjavinnsla og einföld reiknirit.
Alpha er ætlað þeim sem hafa mikinn áhuga á forritun og skara fram úr. Bestu þátttakendum úr þessari deild verður boðið að taka þátt í æfingabúðum með því markmiði að velja í ólympíulið Íslands í forritun.
Úrslit hjá liðum Tækniskólans
Keppnin fór fram á netinu að þessu sinni vegna COVID-19 og stóðu lið Tækniskólans sig mjög vel.
Eftir spennandi keppni lentu lið Tækniskólans í öðru og þriðja sæti í Alfa deild, öðru sæti í Beta deild og öðru og þriðja sæti í Delta deild.
Alpha
Liðið sem var í öðru sæti í Alfa ber heitið: The good, the bad and the lucky
Liðsmenn: Arnór Friðriksson, Tristan Pétur Andersen Njálsson, Kristinn Vikar Jónsson
Liðið sem var í þriðja sæti í Alfa ber heitið: Pizza Time
Liðsmenn: Tómas Orri Arnarsson, Jón Bjarki Gíslason, Serik Ólafur Ásgeirsson
Beta
Liðið sem var í öðru sæti í Beta ber heitið: E³
Liðsmenn: Einar Darri, Egill Ari, Elías Hrafn
Delta
Liðið sem var í öðru sæti í Delta ber heitið: Netþjónarnir
Liðsmenn: Bjartur Sigurjónsson, Daníel Stefán T. Valdimarsson
Liðið sem var í þriðja sæti í Delta ber heitið: Annað sæti
Liðsmenn: Sigþór Atli Sverrisson, Bjarni Hrafnkelsson, Birgir Bragi Gunnþórsson