03. febrúar 2023
Forritunarkeppni grunnskólanna
Ert þú í 9. eða 10. bekk?
Þá er þér boðið á frítt byrjendanámskeið í forritun og að taka þátt í Forritunarkeppni grunnskólanna.
Námskeið og keppni fara fram laugardaginn 11. febrúar kl. 10:00–17:00 í húsnæði Tækniskólans á Háteigsvegi.
Tölvubraut Tækniskólans stendur fyrir keppninni og er markmið hennar að kynna forritun fyrir grunnskólanemendum og skapa vettvang þar sem þeir geta komið saman og leyst skemmtileg verkefni.
Nánari upplýsingar og dagskrá má finna á kodun.is
Skráningu lýkur þriðjudaginn 7. febrúar.