fbpx
Menu

Fréttir

09. nóvember 2018

Fræðslufundur um hlutverk félagsmálafulltrúa

Fræðslufundur um hlutverk félagsmálafulltrúa

Þriðjudaginn 6. nóvember stóð Félag fagfólks í frítímaþjónustu fyrir hádegisverðarfundi þar sem starf félagsmálafulltrúa í framhaldsskólum var kynnt.

Fram komu Þorvaldur Guðjónsson (Valdi), félagsmálafulltrúi Tækniskólans, Jóhanna Aradóttir, félagsmálafulltrúi Menntaskólans í Kópavogi og Eygló Árnadóttir félagsmálafulltrúi Fjölbrautaskólans í Ármúla.

Í kjölfar kynninga frá frummælendunum var opnað fyrir umræður.

Meðal umræðuefna voru áskoranir í starfi, helstu verkefni félagsmálafulltrúa og fjölbreytileiki starfsins auk fyrirkomulags lýðræðisvinnu innan skólanna. Rætt var um muninn milli skólanna, samstarfsvettvang innan skólanna og milli þeirra og margt fleira. Alls sátu um 25 manns fundinn sem starfa á hinum ýmsu starfssviðum frítímans og úr fræðasamfélaginu.