Sumardagurinn fyrsti og vetrarfrí
Kæru nemendur
Við vekjum athygli á því að fimmtudaginn 25. apríl er sumardagurinn fyrsti sem er frídagur og föstudaginn 26. apríl er svo vetrarfrí í Tækniskólanum. Þessa daga er engin kennsla og byggingar skólans lokaðar.
Hafið það sem allra best í fríinu!