fbpx
en
Menu
en

Fréttir

24. nóvember 2023

Full­veldiskaffi Tækni­skólans

Föstudaginn 1. desember næstkomandi er fullveldisdagurinn.

Full­veld­is­dag­urinn er svo nefndur til minn­ingar um að þann 1. des­ember 1918 tóku gildi milli Íslands og Dan­merkur Sam­bands­lögin sem voru lög um það hvernig Ísland stóð í sam­bandi sínu við Dan­mörku. Í þeim kom meðal annars fram viðurkenning Dan­merkur á því að Ísland væri full­valda og frjálst ríki.

Í til­efni dagsins býður Tækni­skólinn nem­endum og starfs­fólki til hátíðarkaffihlaðborðs. Kaffið hefst kl. 9:50 og verður í matsal nem­enda á Háteigs­vegi, í Hafnarfirði og á Skólavörðuholti.

Við hvetjum ykkur öll til þess að mæta spari­klædd í full­veldiskaffi.