24. nóvember 2023
Fullveldiskaffi Tækniskólans
Föstudaginn 1. desember næstkomandi er fullveldisdagurinn.
Fullveldisdagurinn er svo nefndur til minningar um að þann 1. desember 1918 tóku gildi milli Íslands og Danmerkur Sambandslögin sem voru lög um það hvernig Ísland stóð í sambandi sínu við Danmörku. Í þeim kom meðal annars fram viðurkenning Danmerkur á því að Ísland væri fullvalda og frjálst ríki.
Í tilefni dagsins býður Tækniskólinn nemendum og starfsfólki til hátíðarkaffihlaðborðs. Kaffið hefst kl. 9:50 og verður í matsal nemenda á Háteigsvegi, í Hafnarfirði og á Skólavörðuholti.
Við hvetjum ykkur öll til þess að mæta spariklædd í fullveldiskaffi.