24. mars 2020
Fyrrum skólameistari Stýrimannaskólans látinn

Guðjón Ármann helgaði starfsævi sína menntun íslenskra sjómanna. Árið 1993 var hann sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín að fræðslumálum sjómanna.
Hann var kennari við Stýrimannaskólann í Reykjavík 1975-81 og skólameistari skólans 1981-2003. Öryggis- og björgunarmál sjómanna voru honum ávallt hugleikin. Eftir Guðjón Ármann liggur yfirgripsmikið safn rita á sviði sjómennsku, siglingasögu og siglingafræði. Bækur og greinar eftir hann eru enn mikið notaðar við kennslu skipstjórnarmanna í Tækniskólanum.
Mynd fengin úr myndasafni mbl.is