fbpx
Menu

Fréttir

03. september 2021

Geðheilbrigði framhaldsskólanema

Málþing um geðheilbrigði

Sambands íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) stóð fyrir málþingi fimmtudaginn 2. september sem fjallaði um stöðu geðheilbrigðismála framhaldsskólanema.

Í tilkynningu um málþingið segir að SÍF, sem er hagsmunafélag framhaldsskólanemenda á landsvísu, hafi um árabil barist fyrir auknu aðgengi að sálfræðiþjónustu fyrir nemendur og lýsi nú yfir verulegum áhyggjum af andlegri heilsu nemenda.

Ýmsir fyrirlesarar komu fram á málþinginu og þar var meðal annars komið inn á mikilvægi þess að bjóða upp á heildstæða stoðþjónustu fyrir framhaldsskólanemendur.

Guðrún Randalín, aðstoðarskólameistari, var meðal þeirra sem flutti fyrirlestur á málþinginu og ræddi þar um reynslu Tækniskólans af sálfræðiþjónustu innan skólans.

Það er mikilvægt að veita nemendum skjóta og góða þjónustu þegar kemur að andlegu heilbrigði og að hafa sálfræðing í starfi skiptir þar höfuðmáli. Nemendur eru almennt duglegir leita sér aðstoðar hjá sálfræðingi skólans og þar hjálpar án efa að bjóða upp á þjónustuna í skólahúsnæðinu sjálfu, að hún sé gjaldfrjáls og hversu auðvelt er að panta tíma.

Við hvetjum nemendur og starfsfólk til að kynna sér sálfræðiþjónustu Tækniskólans betur.