fbpx
Menu

Fréttir

21. febrúar 2018

Gjafir frá Grohe til pípulagningardeildarinnar

Heimsókn frá Grohe í Danmörku

Vorið 2017 komu menn frá Grohe í Danmörku til að skoða Tækniskólann. Í þeirri heimsókn hittu þeir kennara pípulagnadeildar Tækniskólans til að ræða um kennslubúnað varðandi hreinlætistæki sem notuð eru í kennslu. Í framhaldi af þeim viðræðum var ákveðið að hittast aftur um haustið 2017 til að fara betur yfir þá möguleika sem voru í stöðunni. Í febrúar 2018 komu síðan menn frá Grohe til að setja upp kennslubúnað ásamt því að fara vel yfir nokkur atriði með kennurum pípulagnadeildar.

Stöðug þróun í búnaði og nemendur læra á það nýjasta

Grohe hefur stöðugt verið að þróa hjá sér búnaðinn og vöruúrvalið og sá tækifæri í því að styrkja skólann með vörum frá Grohe til að verðandi pípulagnamenn gætu lært á þær nýjungar sem væru í boði. Grohe vörunar eru orðnar mjög tæknivæddar til að auka þægindi fólks og því mjög nauðsynlegt að nýta sér skólann til að koma þeim fróðleik áfram.

Klósett sem er með smúl og blæstri eftir notkun, 100°C heitt vatn úr krananum eða sódavatn – meðal nýjunga

Vörur eins og Grohe red og Grohe blue voru meðal þeirra gjafa sem gestir skólans færðu pípulagningardeildinni. Grohe red er með hitakút sem tengdur er við blöndunartækið í eldhúsvaskinum. Þar er hægt að fá 100°C heitt vatn úr krananum. Kraninn er með mjög góðri barnalæsingu og ekki þarf þá lengur að vera að sjóða vatn. Grohe blue hentar vel þar sem vatn er lengi að kólna því það kemur ískalt úr krananum ásamt því að hægt er að fá sódavatn líka úr sama krana. Einnig eru miklar nýjungar í sturtutækjum frá þeim sem bjóða upp á mikla möguleika. Upphengd klósett með infrared þráðlausum búnaði, infrared blöndunartæki, upphengt klósett sem er með smúl og blæstri eftir notkun þar sem þú þarft ekki að nota pappír voru meðal gjafa frá Grohe.

Skynjarar og tengingar við snjallsíma

Einnig gáfu þeir búnaðinn Grohe sensor sem tengdur er við vatnsinntökin ásamt því að vera með skynjara í herbergjum sem nema vatn, raka og hitastig. Grohe sensor lokar fyrir vatnsinntökin ef þrýstifall verður í kerfinu eða skynjari skynjar vatn á gólfi. Grohe sensor er síðan tengt við snjallsímann og notast er við appið Grohe ondus. Appið lætur viðkomandi vita ef of mikið rakastig er í rýminu eða hitastig er orðið of lágt eða hátt ásamt því ef vatn fer að leka.

Mikið þakklæti til Grohe fyrir gjafir sem munu nýtast vel

Nemendur koma til með að læra á allar þessar nýjungar í skólanum. Tækniskólinn er mjög þakklátur fyrir þessa gjöf frá Grohe og munu gjafirnar nýtast vel til kennslu. Byko er þjónustuaðili Grohe hér á Íslandi og hefur Byko einnig sýnt pípulagnadeildinni mikinn stuðning.