27. október 2018
Gjöf frá Rönning
Frábærar gjafir og gott bakland
Helgi Guðlaugsson viðskiptastjóri hjá Rönning færði Raftækniskólanum að gjöf allt að 50 greina- og töfluskápa til notkunar og endurnýjunar á kennslubúnaði Raftækniskólans. Verðmæti þessarar gjafar er rétt undir 3 milljónum. Þetta er til viðbótar við gjöf frá Rönning í fyrra haust þegar þeir færðu skólanum Easy/Berker forritanlegar ljósastýringar til nota við kennslu í kennslu.
Rönning hefur því staðið vel við bakið á Raftækniskólanum á þessu ári og á myndinni má sjá Helga Guðlaugsson viðskiptastjóra Rönning og Sigurstein Sigurðsson fagstjóra sterkstraumssviðs Raftækniskólans.
Raftækniskólinn þakkar mikið fyrir þennan stuðning enda er ómetanlegt að hafa gott bakland í lifandi iðngrein.