fbpx
Menu

Fréttir

22. desember 2017

Glæsileg útskrift Tækniskólans í Hörpu

Glæsileg útskrift Tækniskólans í Hörpu

Mikil hátíð var í gær þegar nemendur Tækniskólans mættu til útskriftar í Silfurbergi Hörpu. Alls brautskráði skólinn 272 nemendur og til þess að hindra fjöldatakmarkanir gesta var ákveðið að skipta athöfninni í tvo hluta. Fyrst var útskrifað frá framhaldsskólastiginu og svo frá fagháskólastiginu sem er nám á fjórða stigi sbr. Meistaraskólann. Þá voru einnig útskrifaðir nemar úr flugvirkjun hjá Flugskóla Íslands og úr hljóðtækninámi sem er námsleið í samstarfi við Stúdío Sýrland.

Brautskráð var frá neðangreindum skólum/deildum Tækniskólans:
Byggingatækniskólinn(23), Handverksskólinn(20 ), Raftækniskólinn(37), Skipstjórnarskólinn(15), Upplýsingatækniskólinn(28), Véltækniskólinn(15), Tæknimenntaskólinn(29),

Flugskólinn (27 ), Meistaraskólinn (63), Hljóðtækninám (15)

Dux skólans

Etienne Menétrey er dúx Tækniskólans á haustönn 2017 – með einkunnina 9,49 frá Skipstjórnarskólanum. Etienne er fæddur í Nantes í Sviss og vinnur við að sigla með ferðamenn í hvalaskoðun, hann hefur mikið dálæti á Íslandi og dreymir um að læra tökin á seglskútu- siglingum. Etienne lauk D- réttindum til skipstjórnar. Semidúx skólans er Jón Þorbjarnarson sem útskrifaðist af húsgagnasmíðabraut við Byggingatækniskólann með einkunnina 9,36.

Yngsti nemandi sem útskrifast með sveinspróf og stúdentspróf.

Guðmundur Snorri Eysteinsson lauk stúdentsprófi og sveinsprófi í vélvirkjun á aðeins tveimur og hálfu ári, sem er einstakt afrek og eitthvað sem engum hefur tekist að gera fram að þessu. Guðmundur Snorri er aðeins 18 ára og hlaut hann jafnframt verðlaun fyrir bestan árangur í Véltækniskólanum frá Samtökum iðnaðarins og Tækniskólanum