fbpx
Menu

Fréttir

15. nóvember 2021

Grímuskylda í skólanum

Kæru nemendur (English below)

Gríma

Við höldum áfram með grímuskylduna þessa viku og biðjum ykkur jafnframt, í ljósi hertra samkomutakmarkana, að hefja hverja kennslustund á að sótthreinsa ykkar borð/vinnuaðstöðu og stólbak. Í ljósi þess að aðeins mega 50 koma saman í rými verður aðeins kaldur og pakkaður matur afgreiddur í mötuneytum (samlokur, pastabakkar, skyr o.s.frv.) á næstunni. Heimilt verður að neyta matar í hefðbundnum kennslustofum (nema annað sé tekið fram) sem verða jafnframt opnar í frímínútum. Þannig má fækka í matsölum og tryggja að ekki safnist of margir saman á einum stað.

Ég reikna með að þið séuð jafnleið á þessu og ég en ég veit líka að við getum þetta. Ég vil þakka ykkur kærlega fyrir ykkar framlag í sóttvörnum í skólanum. Við klárum þetta saman.

Bestu kveðjur,
Hildur skólameistari

 


 

Dear stu­dents

We will cont­inue our mask mandate this week and we also ask you, in light of stricter COVID restrictions app­lied on Friday, to start every lesson by dis­in­fecting your table/​​work station and your chair. Since only 50 people can gather now we have made some changes in our cafeterias. From today there will only be cold, packed food available there (pasta packs, skyr, sandwiches etc..) and drinks of course. This is so that food can be eaten at other locations in the school and to limit the number of people gat­hering in the cafeterias. Class­rooms will be open at recess and food consumption allowed there unless otherwise specified.

I assume that you are as tired of the situation as I am, but I also know that we can do this.  I want to thank you all who­leheartedly for your cooperation on this elongated COVID journey. We will finish this together.

Best reg­ards,
Principal Hildur