fbpx
Menu

Fréttir

08. nóvember 2021

Tilkynning frá skólameistara

Kæru nemendur og forráðamenn (English below)

Eins og þið eflaust vitið flest ef ekki öll hefur COVID smitum á Íslandi farið verulega fjölgandi upp á síðkastið og á föstudag voru hertar innanlandsaðgerðir kynntar. Í þeim felst m.a. að tekin er upp grímuskylda á ný þar sem ekki er hægt að viðhafa 1 metra fjarlægðarreglu. Þó er þar heimild til þess að taka niður grímuna þegar sest er sæti í kennslustofu. Við viljum þó ekki nýta þessa heimild að svo stöddu í Tækniskólanum.

Við tökum því upp grímuna mánudaginn 8. nóvember og notum hana alltaf í kennslustofum, á göngum og öðrum sameiginlegum rýmum (nema auðvitað þegar við setjumst niður til að borða). Í raun snúum við bara aftur til þeirra aðferða sem við notuðum fyrst í haust og við kunnum svo vel. Eins og áður er það okkur afar mikilvægt að geta haldið eins miklu staðnámi uppi og mögulegt er enda torveldast öll verkleg kennsla verulega yfir vefinn. Um leið viljum við hafa dvölina í skólanum eins örugga og hægt er og þar gegnir gríman stóru hlutverki. Þó ber að taka fram að kennurum er heimilt að taka niður grímuna  þegar þeir kenna upp við töflu og eru í góðri fjarlægð frá nemendum, líkt og fyrr í haust.

Við hjá Tækniskólanum viðhöfum þessa stífu grímuskyldu í þessari viku sem er að hefjast og endurmetum svo stöðuna um næstu helgi. Ég bið ykkur um að huga vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum og mæta alls ekki í skólann ef þið eruð í einangrun eða sóttkví. Auk þess hvet ég ykkur til að drífa ykkur í einkennasýnatöku ef þið eruð með einkenni sem gætu bent til COVID-19.

Eins og áður eru grímur fáanlegar við innganga og munum við taka á móti nemendum á morgun og minna á grímu og sótthreinsun.

Það hefur gefist okkur í Tækniskólanum vel að fara frekar varlega en hitt og við ætlum að halda því áfram. Við hlökkum til að sjá ykkur í skólanum á morgun er við siglum inn í síðustu vikur annarinnar.

Bestu kveðjur,
Hildur skólameistari

 


 

Dear students in Tækniskólinn and guardians

As most if not all of you know, the number of COVID infections in Iceland has increased significantly recently and on Friday, tougher domestic measures were introduced. These include among other things an obligation to wear a mask if it is not possible to maintain a 1 meter distance from others. Although it is permitted for framhaldsskóli (upper secondary school) to deviate from the one meter rule when students are seated during a lesson, we have decided not to use that exemption.

So we reintroduce the rule of wearing a mask today and will use it in classrooms (also while sitting), corridors and other common areas (except of course when we sit down to eat). In fact, we just go back to the methods we used earlier this fall and are all familiar with. As before, it is very important for us to be able to maintain as much on-site teaching as possible as several vocational subjects are hard to teach over the internet. At the same time, we want to keep our stay at school as safe as possible, and that is where the mask plays a big role. However, it should be noted that teachers are allowed to take off their masks when they teach by the blackboard and are at a good distance from the students just as it was earlier this fall.

We will use this mask rule for the coming week and will reassess the situation next weekend. I emphasize for everyone to practice good personal sanitary measures and  that you not come to our school buildings if you are in isolation or quarantined due to COVID19. In addition, I encourage you to get tested if you have any symptoms that could indicate COVID19. You can read about how to get tested if you have symptoms here: https://www.covid.is/sub-categories/testing-due-to-symptoms

As before, masks are available at the entrances of our school buildings and we will welcome students at the school entrances tomorrow and remind them to wear a mask and disinfect their hands.

From the beginning of the pandemic we in Tækniskólinn have in general tried be more careful than not given the situation at each time with good results and we intend to continue to do so. We look forward to seeing you at school tomorrow as we sail into the final weeks of the semester.

Best regards,
Principal Hildur