fbpx
Menu

Fréttir

25. apríl 2018

Guðrún Randalín ráðin aðstoðarskólameistari Tækniskólans

Guðrún Randalín ráðin aðstoðarskólameistari Tækniskólans

Aðstoðarskólameistari Tækniskólans

Guðrún Randalín Lárusdóttir hefur verið ráðin aðstoðarskólameistari Tækniskólans. Hún hefur gegnt stöðu skólastjóra Upplýsingatækniskóla Tækniskólans frá árinu 2015 en kenndi þar áður um árabil.

Guðrún er  tölvunarfræðingur að mennt auk þess að hafa lokið B.A. í táknmálsfræði og hefur réttindi sem grunnskóla- og framhaldsskólakennari. Þá leggur hún stund á meistaranám í opinberri stjórnsýslu.

Við bjóðum Guðrúnu hjartanlega velkomna til starfa.