fbpx
Menu

Fréttir

21. september 2023

Gulur september

Tækniskólinn tekur þátt í Gulum september.

Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Tilgangurinn er að auka meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna, með kærleika, aðgát og umhyggju.

Við hvetjum starfsfólk og nemendur skólans til þess að mæta í gulum fatnaði í skólann föstudaginn 22. september.

Sýnum geðrækt stuðning og mætum í gulu.