fbpx
Menu

Fréttir

03. september 2020

Hitamyndavél og hersluskrúfjárn

Hitamyndavél og hersluskrúfjárn

Raftækniskólinn fær gjöf frá Smith og Norland

Það er gaman að því hve atvinnulífið og birgjar okkar eru duglegir að styrkja skólastarfið hjá okkur í Raftækniskólanum. Nú var Smith og Norland að gefa skólanum hitamyndavél frá Testboy og 3 sett af hersluskrúfjárnum. Helgi Þórður fagstjóri sterkstraums tók mynd af þessum græjum og sendum við Smith og Norland bestu þakklætiskveðjur fyrir þennan búnað.

Aukið öryggi

Ekki þarf að útlista það fyrir iðnaðamönnum hve mikill fengur er í svona hitamyndavél því með þeim er hægt að greina álag á rafbúnaði, skoða töflur og tengi og geta þannig gripið til aðgerða áður en slys hljótast af. Í byggingariðnaði eru þessar vélar ómissandi til að skoða virkni hitaeinangrunar en einnig til að sjá hvar rör og lagnir liggja inn í veggjum. Hitaveitulagnir verða mjög sýnilegar í svona myndavél. Hersluskrúfjárn eru orðin ómissandi fyrir rafvirkjana því það gilda ákveðnar reglur um hve mikið má herða skrúfur til að tryggja sem best öryggi og minnka líkur á bruna eða skemmdum.