fbpx
Menu

Fréttir

23. ágúst 2020

Höfðar NÝSKÖPUN til þín?

Endilega skráðu þig þá til þáttöku í Menntamaskínu – Mema

Menntamaskína er 5 eininga nýsköpunarhraðall sem Nýsköpunarmiðstöð og Fablab standa að í samstarfi við Háskóla Íslands.

Í Mema er sköpunarkraftur ungs fólks nýttur til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Þar fá framhaldsskólanemendur tækifæri á því að sannreyna hugmyndir sínar með viðurkenndri aðferðarfræði notuð af alþjóðlegum stórfyrirtækjum.

Sprettirnir og nýsköpunarferlið

Mema hraðallinn spannar alla haustönnina og er einingarbær sem lokaverkefni úr framhaldsskólanámi.

Mema er kenndur sem áfangi og er heildahóp sem skráir sig skipt í minni hópa sem samanstendur af 4-5 nemendur  hver. Fyrirkomulagið er þannig að hver hópur mun finna sameiginlega með kennara hvaða tímasetningar henta best til að hittast, ( hvort sem um er að ræða á Teams eða í skóla) hverju sinni til að vinna að hugmyndinni. Stefnt er að hittast og vinna með reglulegum hætti á tímabilinu. Ferlið stendur frá september til lok nóvember.

Þekkingarsprettur er fyrsta skrefið í því að útfæra góða hugmynd. Þekkingarspretturinn er haldinn af Háskóla Íslands en verður streymt rafrænt. Á þekkingarspretti sitja nemendur fyrirlestra sérfræðinga á því sviði sem tekið er fyrir. Áskorun er valin út frá Þróunarmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna.

Hönnunarsprettur er er annað skrefið í átt að lausnaleit Hér fá nemendur verkfæri og handleiðslu í að útfæra hugmyndir sínar eftir nýsköpunaraðferðum stórfyrirtækja. Hönnunarspretturinn byggir á aðferðarfræði Design Sprint, hugmyndafræði sem hefur notið mikilla vinsælda víða um heim.

Tæknisprettur er því næst en á tæknispretti þróa nemendur frumgerðir af hugmyndinni sinni . Tæknispretturinn fer fram í Framtíðarstofu Tækniskólans, eða 42. Frumgerðinni er ætlað að vera prófanleg með hagsmunaaðilum.

Prófanir og lokasprettur rekur lestina, en þar er frumgerðin prófuð með óháðum aðilum. Þar fá þáttakendur dýrmæta innsýn inn í huga notenda að lausninni. Besta lausnin er svo valin af dómnefnd.

Nánari uppl. á www.mema.is

Umsókn um þáttöku sendist til  Ernu Ástþórsdóttir, [email protected], fyrir 8. september.